-Auglýsing-

Námskeið fyrir maka

HjónÍ næsta mánuði hefjast ný og mjög áhugaverð námskeið hjá Heilsustöðinni, sálfræði- og ráðgjafaþjónustu, en þau eru sérstaklega haldin fyrir fólk sem á maka sem eru að kljást við veikindi.

Það er Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur sem er leiðbeinandi á námskeiðinu en Mjöll hefur sérhæft sig í að veita þeim stuðning sem eru að takast á við veikindi, mökum þeirra og fjölskyldu.
Þá hefur hún einnig sérhæft sig í meðferð við kvíða, þunglyndi, streitu, áfallastreitu og stuðning við fólk með verki.

-Auglýsing-

Glöggir lesendur gera sér ef til vill grein fyrir því að um er að ræða sömu Mjöllina og rekur hjartalif.is ásamt undirrituðum en hún skrifar hér reglulega pistla og annað efni sem annað hvort maki hjartasjúklings eða sem sálfræðingur og þá um þau málefni sem hafa með lesendur okkar að gera. Mjöll þekkir því reynsluheim maka sjúklinga bæði frá persónulegum sjónarhóli ásamt faglegum og hún hefur í gegnum sín fyrri störf fengið mikla reynslu af námskeiðahaldi og fræðslu.

Námskeiðið

- Auglýsing-

Námskeiðið samanstendur af fyrst einum einkatíma þar sem farið er yfir sögu og aðstæður viðkomandi og svo 5 hóptímum með öðrum þátttakendum á námskeiðinu. Námskeiðið byggir á hugrænni atferlismeðferð og hefur það markmið að bæta líðan og lífsgæði þeirra sem eiga maka sem eru að kljást við veikindi. Umfjöllunarefnið er hvernig það er að vera maki einstaklings sem er veikur og hvernig sé gott að takast á við þær erfiðu breytingar og áhyggjur sem veikindin valda. Hvað hægt sé að gera til að líða betur í þessum aðstæðum og hvernig sé gott að takast á við samskiptin og samlífið í breyttum veruleika hjónabandsins.

Það er eðlilegt að óttast um afdrif þeirra sem maður elskar og það er enn eðlilegra þegar þeir kljást við veikindi. Það er líka eðlilegt að það sé erfitt að takast á við það þegar framtíðardraumar bresta og venjubundið líf breytist vegna veikinda en á námskeiðinu er farið í það hvernig þátttakendur geta tekist á við neikvæðar tilfinningar þannig að hægt sé að líða eins vel og hægt er í þessum aðstæðum og vinna sig í átt að meiri lífsgæðum og betri líðan.

Námskeiðin eru fyrir alla þá sem eiga veika maka og óttast um afdrif þeirra og þá sem finnst erfitt að aðlagast nýjum veruleika í kjölfar veikinda maka síns.

Á námskeiðinu hafa þátttakendur einnig tækifæri til að hitta fleiri í sömu stöðu, deila reynslu sinni og heyra af upplifunum annarra.

Nánari lýsing:

1 einstaklingsviðtal fer fram áður en námskeiðið hefst

5 hóptímar einu sinni í viku á þriðjudögum kl. 17:15 – 19:15, í fyrsta skipti þann 08.10.2013

Takmarkaður fjöldi í hverjum hóp

Verð: 41.000 kr.

Nánari upplýsingar hér en skráning á námskeiðið / einstaklingsviðtalið fer fram í síma 534 8090.

- Auglýsing -

Það er ósk okkar hér á hjartalif.is að þetta námskeið komi lesendum okkar að gangi. Það er ekki oft sem við sjáum úrræði sérstaklega hannað fyrir maka sjúklinga.

Þið megið endilega deilið þessu áfram.

Björn Ófeigsson

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-