Hinn 45 ára gamli Joaquín Alcaraz Gracia fór með sigur af hólmi í drykkjukeppni í borginni Murcia á Spáni síðastliðinn miðvikudag. Það var þó skammgóður vermir því Gracia fór alltof geyst í keppninni, fékk áfengiseitrun og lést af völdum hjartaslags skömmu síðar. Gracia er sagður hafa drukkið um sex lítra af bjór á tuttugu mínútum.
Samkvæmt frásögnum viðstaddra gat Gracia lyft verðlaunagrip sínum og fagnað sigrinum í skamma stund. Skömmu síðar fór hann hins vegar að kasta upp án afláts og töldu viðstaddir hann hafa orðið fyrir áfengiseitrun.
-Auglýsing-
Drykkjukeppnin var liður í árlegri hátíð Murcia-borgar. Fráfall Garcia setur þó strik í reikninginn í hátíðarhöldunum að þessu sinni.
Þetta kemur fram á vefsíðu Huffington Post.
- Auglýsing-
dv.is 20.07.2013
-Auglýsing-