-Auglýsing-

Gáttatif – Hvenær telst hjartsláttartíðni jafnvel hættuleg

Í gáttatifi hefjast rafboð ekki í sínus hnútnum, heldur berast tíð, óregluleg rafboð frá mismunandi stöðum í gáttinni.

Gáttatif er algeng hjartsláttartruflun og veldur oft töluverðum einkennum. Þá tengist gáttatif upp undir þriðjungi tilvika heilaáfalla og víða á Vesturlöndum fer um 1% af öllum útgjöldum til heilbrigðismála í að greina og meðhöndla gáttatif og afleiðingar þess.

Leiðbeiningar geta verið mismunandi, en almennt séð getur hjartsláttur yfir 120 til 150 slög á mínútu verið talinn hættulegur. Þegar hjartslátturinn er svo hraður ætti einstaklingur með gáttatif að leita læknisaðstoðar, sérstaklega ef önnur einkenni eru til staðar.

-Auglýsing-

Ef hjartsláttur er stöðugt yfir 120 slög á mínútu er hætta á blóðsegamyndun. Blóðsegar geta losnað frá gáttinni og meðal annars farið upp til heila. Heilaáfalli geta fylgt fjölbreytt einkenni meðal annars lömun í andliti eða öðrum líkamslutum. Heilaáföllum vegna gáttatifs fylgir oft mikil færniskerðing. 

Gáttatif getur valdið fjölþættum einkennum og lífsgæði þeirra sem hafa gáttatif eru oft verulega skert. Mjög algengt er að einstaklingar með þessa hjartsláttartruflun finni fyrir hjartsláttaróþægindum, oft hröðum og óreglulegum hjartslætti. Þessi tilfinning að vera meðvitaður um hjartsláttinn er mörgum mjög óþægileg. Í gáttatifi trufla óeðlileg rafboð í gáttum hjartans (efri hólfunum) hjartsláttartíðnina.

- Auglýsing-

Venjulegur hjartsláttur hjá einstaklingi í hvíld er á bilinu 60 til 100 slög á mínútu. Hjartsláttur sem er mjög hár eða stöðugt hár til lengri tíma getur verið áhyggjuefni hjá einstaklingum með gáttatif. Þetta getur leitt til alvarlegra fylgikvilla og sett mikla álag á hjartað.

Nokkrir þættir geta haft áhrif á hvort hjartsláttartíðnin sé talin hættuleg hjá einstaklingi með gáttatif. Þetta eru meðal annars:

  • Hvort einstaklingurinn er í hvíld eða við hreyfingu
  • Hvort einstaklingurinn hefur aðra heilsufarskvilla
  • Almenn heilsa einstaklingsins

Einstaklingar með gáttatif ættu að vera í góðu sambandi við sinn lækni til að ákvarða hvaða hjartsláttartíðni er of há í þeirra tilviki og hvenær ætti að leita aðstoðar.

Almennt séð ætti einstaklingur með gáttatif að leita á bráðmóttöku ef hjartsláttur er yfir 120 slög á mínútu og eftirfarandi einkenni koma fram:

  • Brjóstverkur
  • Mæði
  • Svimatilfinning eða yfirlið
  • Ruglingur eða breyting á andlegu ástandi

Á bráðamóttöku geta læknar þá metið stöðuna og  mælt með hvaða meðferð skal beita til að stjórna og eða hægja hjartsláttinn. Þetta getur falið í sér lyf eða aðrar aðgerðir eins og rafvendingu.

Heimild. https://www.medicalnewstoday.com/articles/what-is-a-dangerous-heart-rate-with-afib#1

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-