-Auglýsing-

Rafmagnshjólreiðar draga úr hættu á hjartasjúkdómum

Hefðbundnar hjólreiðar eru ein besta leiðin til að viðhalda góðri heilsu, en færri vita að rafhjólreiðum fylgir einnig ýmis heilsufarslegur ávinningur og gætu þær meðal annars minnkað líkur á hjartaáfalli um 40%.

Notkun rafmagnshjóla gæti dregið úr hættu á hjartasjúkdómum, krabbameini, sykursýki, háþrýstingi og offitu samkvæmt niðurstöðum rannsóknar vísindamanna við Hannover Medical School í Þýskalandi.

Ólíkt því sem margir halda hafa rafmagnshjólreiðar næstum jafn góð áhrif á heilsuna og „hefðbundnar“ hjólreiðar.

-Auglýsing-

Hefðbundnar hjólreiðar eru ein besta leiðin til að viðhalda góðri heilsu, en samkvæmt þýsku rannsókninni fylgir rafhjólreiðum einnig ýmis heilsufarslegur ávinningur og gætu þær meðal annars minnkað líkur á hjartaáfalli um 40%. Til viðbótar gæti regluleg hreyfing, t.d. 10-15 km daglegar rafhjólreiðar, dregið úr líkum á krabbameini, sykursýki, heilabilun og Alzheimer, auk þess að lækka magn kólesteróls í blóði.

Rannsóknin tók til gagna frá 1.250 hjólreiðaiðkendum sem notuðust við rafhjól og 629 hjólreiðaiðkendum sem notuðust við hefðbundin reiðhjól. Horft var til þess hversu miklum tíma þátttakendur vörðu í hjólreiðarnar og hve langa vegalengd þeir hjóluðu, auk þess sem fylgst var með hjartsláttartíðni þeirra. Gagnanna var aflað með mælitækjum sem þátttakendur báru yfir fjögurra vikna tímabil.

- Auglýsing-

Aukin hjartsláttartíðni á meðan á æfingu stendur styrkir hjarta- og æðakerfið og á það sérstaklega við fari hún yfir 110 slög á mínútu. Gögnin sem safnað var sýndu að 35% þátttakenda sem notuðust við hefðbundin reiðhjól og 22,4% þátttakenda sem notuðust við rafhjól náðu þessari tíðni í allavega 150 mínútur á viku, en það er viðmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) fyrir æskilega hreyfingu. Þrátt fyrir að hjartsláttartíðni sé almennt lægri á meðal rafhjólreiðamanna og hreyfingin því ekki eins áköf, þá eru rafhjólreiðar samt sem áður góð líkamsrækt sem stuðlar að bættri heilsu hjarta- og æðakerfis og dregur úr hættu á ýmsum alvarlegum sjúkdómum.

„Ólíkt því sem halda mætti fyrirfram, sýna gögnin að ávinningur af rafhjólreiðum fyrir vöðva, hjarta- og æðakerfi er næstum sambærilegur við ávinning af hefðbundnum hjólreiðum,“ útskýrir Dr. Hedwig Theda Boeck, einn þeirra vísindamanna sem komu að rannsókninni, í fréttatilkynningu frá Hannover Medical School.

Óháð því hvort rafhjólreiðar eru tómstundaiðja eða samgöngumáti þá skila þær sér í bættri heilsu þar sem þær leiða til meiri hreyfingar og aukinnar hjartsláttartíðni á meðan á áreynslu stendur, auk þess að draga úr hættu á alvarlegum sjúkdómum. Þær geta leitt til verulegrar heilsubótar fyrir ákveðna hópa, sérstaklega þá sem vanir eru mikilli kyrrsetu.

Rannsakendur komust að því að meira en þriðjungur rafhjólanotenda sem tóku þátt í rannsókninni höfðu sjúkrasögu um hjartaáfall, háan blóðþrýsting eða slit í liðum. Rafhjól voru því skilvirkt hjálpartæki fyrir þessa einstaklinga til að koma sér í betra líkamlegt form og tileinka sér meiri hreyfingu í daglegu lífi.

Hjólað fyrir hjartað

Til gamans má geta þess að hér á hjartalif.is höfum við undanfarin ár hjólað fyrir hjartað á rafmagnshjóli. Undirritaður er hjartabilaður með gangráð/bjargráð og óhætt er að fullyrða að án rafmagnsins gæti ég ekki hjólað. Þetta hjólabrölt mitt hefur stórbætt lífsgæði mín og gert mér kleift að sinna útivist sem passar mér fullkomlega. Við þetta má bæta að göngur eru mér erfiðar en á rafmagnshjólinu finnst mér ég fráls eins og fuglinn og hjóla algjörlega verkjalaus.

Björn Ófeigs.

Nánar um rannsóknina. https://www.cyclingelectric.com/news/riding-an-electric-bike-drops-heart-and-cancer-risks-finds-german-study

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-