-Auglýsing-

Svefn, líðan og lífsgæði

Svefninn endurnærir bæði líkama og sál en stundum vill hann ekki koma. Jan Triebel, yfirlæknir Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði, á ýmis ráð í pokahorninu.

Svefninn endurnærir bæði líkama og sál en stundum vill hann ekki koma. Jan Triebel, yfirlæknir Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði, á ýmis ráð í pokahorninu.

“Ég horfi á svefntruflanir út frá læknisfræðilegu sjónarhorni. Einnig má velta því fyrir sér af hverju við sofum yfirhöfuð,” segir Jan og heldur áfram: “Svefn er ekki bara hvíld hann er okkur lífsnauðsyn. Líkamlega hvíld fáum við í djúpum hægbylgjusvefni og andlegri endurnæringu náum við í draumsvefni. Það gerist ýmislegt að degi til sem við þurfum að vinna úr í svefninum og ef við missum draumasvefninn getum við ekki lært því við endurskipuleggjum okkur á vissan hátt gegnum hann.”

Að sögn Jans kvarta 15-45 prósent Íslendinga yfir svefnleysi einhvern tíma á árinu. Honum þykir svefntöflunotkun mikil hér á landi. “Samkvæmt rannsókn frá 2003 nota 12-14 prósent allra Íslendinga svefnlyf. Mest er notkunin meðal aldraðra á stofnunum, þar fá um 70 prósent slík lyf,” segir hann. Jan bendir á að svefnþörf fólks sé mismunandi en hún minnki með aldrinum og sumir áttræðir þurfi bara sex tíma svefn.

Hann telur upp margar ástæður fyrir svefnleysi. Nefnir líkamlega sjúkdóma eins og tíð þvaglát, fótaóeirð, slitgigt, áfengismisnotkun, hjartasjúkdóma og Parkinson. Einnig andlega vanlíðan eins og kvíðaraskanir, streitu og þunglyndi. “Þegar við erum búin að útiloka og fullreyna að meðhöndla þessar orsakir þá komum við að sérstökum svefnráðum,” segir hann. “Eitt þeirra er að hafa svefnherbergið hreint og svalt en hafa hlýtt á fótunum. Síðan þarf að vera nógu dimmt og hljótt. “Ef makinn byltir sér mikið eða hann hrýtur þá getur það verið truflandi en eyrnatappar eru góðir til að útiloka hávaða. Ef fólk sefur illa á nóttunni á það ekki að blunda á daginn og það ætti að sleppa kaffidrykkju eftir hádegi. Koffínið er lengi í líkamanum,” segir hann.

Svefnráð Jans ganga líka út á gott skipulag og að endurtaka sömu athafnirnar fyrir svefninn. Hann mælir með hóflegri líkamlegri áreynslu seinni part dags og að forðast áreiti. Einnig að nota rúmið og svefnherbergið bara fyrir svefn og kynlíf. “Ef maður getur ekki sofið á nóttunni á að fara fram og nota stól til að lesa í,” ráðleggur hann.

- Auglýsing-

Á Heilsustofnuninni í Hveragerði þar sem Jan er yfirlæknir eru svefnvandamál greinilega meðhöndluð með ýmsum hætti áður en gripið er til svefnlyfja. “Við notum meðal annars nálastungur og slökun. Lögum líka te úr garðabrúðu, humli og kamillu og svo reynist flóaða mjólkin vel,” segir hann brosandi.

gun@frettabladid.is

Greinin birtist í Fréttablaðinu 

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-