Verið er að sameina tvær aðalbráðamóttökur Landspítalans í eina í Fossvoginum. Framkvæmdir setja sinn svip á starfsemina með ryki og borhljóðum en starfsmenn reyna að láta atganginn ekki hafa áhrif á móttöku sjúklinga.
Áform eru um að nýr Landspítali rísi við Hringbraut í Reykjavík eftir sex ár. Engu að síður er í smíðum ný og sameinuð bráðamóttaka í Fossvoginum. Framkvæmdin kostar 184 milljónir króna.
-Auglýsing-
Gert er ráð fyrir að nýja bráðamóttakan verði tilbúin um miðjan apríl. Á efri hæð nýju bráðamóttökunnar verður endurkomu- og göngudeild fyrir minna veika og minna slasaða sjúklinga.
www.ruv.is 01.03.2010
-Auglýsing-