-Auglýsing-

Hjartaáföll að morgni verst

Hjartaáfall hefur verst áhrif á hjartavöðvann á morgnana. Þetta eru niðurstöður spænskrar rannsóknar sem vefsíða New Scientist greinir frá.

Það voru vísindamenn við Carlos III-háskólann í Madríd á Spáni sem söfnuðu saman upplýsingum um 811 manns sem höfðu fengið hjartaáfall einhvern tímann á árunum 2003-2008. Hópurinn skráði niður hvenær dags vart varð fyrstu einkenna og gildi tveggja próteina sem segja til um hjartaskaða í blóði sjúklinganna.

Hækkandi gildi þessara próteina í blóðinu benda til þess að mikill hluti vöðvavefjarins hafi drepist.

-Auglýsing-

Reiknaðist vísindamönnunum til að hjartadrepið væri um 20% meira hjá þeim sem fengu hjartaáfall að morgni til en öðrum.

Telja vísindamennirnir að ákveðin prótein beri ábyrgð á þessum mun, en líkaminn framleiði minna af þeim á morgnana en öðrum tíma dags.

www.mbl.is 10.05.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-