-Auglýsing-

Fjöldauppsagnir ósiðlegar

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segir að það hafi kannski hljómað vel á árinu 2007 að mæta sparnaðarkröfunni á Landspítalann með fjöldauppsögnum, en slík aðgerð sé ekki í kortunum nú. „Hún er samfélagslega óábyrg og hún er hreint út sagt ósiðleg.”

Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á aðalfundi Landspítalans í dag.

Ögmundur sagði að Íslendingar megi ekki hætta að vera stoltir af heilbrigðiskerfinu. „Þjóðin þekkir af eigin raun þá natni, þá samviskusemi og þann kærleika sem hún mætir þegar hún þarf að sækja umönnun til heilbrigðisstéttanna.”

Til frambúðar má það ekki gerast að sparnaður verði sóttur í vasa starfsfólks á heilbrigðisstofnunum, að mati Ögmundar. Ekki eigi að fjármagna heilbrigðiskerfið með því að leggja skatta á sjúklinga eða gjöld á veikindi.

„Við eigum hins vegar að freista þess að bæta skipulag, nýtingu og ná fram aukinni hagkvæmni í innkaupum og öllu skipulagi. Allt þetta á að vera hægt að gera í sátt og samvinnu,” sagði Ögmundur.

Vill að farið verði af stað með byggingu nýs sjúkrahúss

„Þegar kynntar voru endurskoðaðar hugmyndir um byggingu nýs Landspítala sagði forstjórinn: Við höfum ekki efni á, að gera ekki neitt,” sagði Ögmundur og bætti við að hann væri sammála. Aftur á móti gæti hann ekki lofað neinu á þessu stigi. „Enda maðurinn í reynd nánast umboðslaus eins og sakir standa, þótt ég hafi hótað því að vera í embætti í tólf ár,” sagði Ögmundur.

- Auglýsing-

Ögmundur sagði fyrirliggjandi tillögur skynsamlegar og hægt væri að færa gild rök fyrir réttmæti þess að ráðist verði í framkvæmdir í ljósi hagræðingar til langs tíma. Einnig megi finna atvinnupólitísk rök fyrir framkvæmdinni.

„Verði ég áfram í embætti mun ég tryggja að málið verði fært upp á vinnuborðið en ekki sett til hliðar. Það er nefnilega hárrétt hjá Huldu Gunnlaugsdóttur, forstjóra Landspítala Háskólasjúkrahúss að það dýrt og óskynsamlegt að leggja árar í bát. Ef ég fæ um þetta ráðið, þá siglum við,” sagði ráðherrann.

www.visir.is 06.05.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-