-Auglýsing-

Dún og fiður (Kynning)

Verslun Dún og fiður er við Laugarveg

Sæng er ekki bara sæng og koddi er ekki bara koddi. Úrvalið er mikið og margir möguleikar í stöðunni. Þó verður sennilega seint deilt um að fátt ef eitthvað jafnast á við góða dúnsæng. Það lá beinast við að leita til Önnu Báru í Dún og fiður sem er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu, endurnýjun og hreinsun á sængum, koddum, púðum, pullum, úlpum og skyldum vörum úr náttúrlegum dún og fiðri.

Dún og fiður hefur fengist við dún, fiður og hreinsun frá 1959 og er Anna Bára þriðji ættliðurinn sem stýrir fyrirtækinu og geri aðrir betur. Á þessum tíma hefur safnast saman mikil þekking og reynsla á öllu sem lýtur að meðferð og vinnslu á dún og fiðri, efnum því tengdu og meðhöndlun sængurfatnaðar. Margir velta fyrir sér hvort dúnninn sé ofnæmisvaldur en svo er ekki þar sem allur dúnn er soðinn. Það sem aftur á móti getur valdið ofnæmi er rykið sem sest í sængina.

Það er óhætt að fullyrða að góð sæng getur skipt sköpum þegar kemur að því að tryggja góðan nætursvefn og jafnt hitastig undir sænginni. Það skiptir máli að hver og einn velji sér þá dúnsæng og þann kodda sem hentar hverju sinni og mögulegt er að nota mismunandi tegundir og hlutfall af dúni allt eftir þörfum og kröfum viðkomandi. Þar kemur sérþekking þeirra í Dún og fiður að góðu gagni.

Til að tryggja hámarksendingu sængur og kodda er mikilvægt að fara með hvorutveggja í þvott reglulega þar sem sérfræðiþekking er til staðar og sérhæfð tæki til að vinna verkið vel og örugglega. Í sumum tilfellum þarf jafnvel að bæta við dún í sæng eða kodda og er það lítið mál hjá Dún og Fiður. Meginmarkmiðið með hreinsun á dúnsængum er að ná öllum svita og utanaðkomandi raka úr dúninum. Að þvotti loknum lyftist dúnninn upp í sænginni sem verður sem ný. Eins og áður sagði er mælt með því að gera þetta á u.þ.b. 3 ára fresti en þá lengist endingartími sængurinnar um mörg ár.

Einfaldasta hreinsunin á sængum er þvottur og þurrkun í öflugum þurrkara sem Dún og fiður hafa yfir að ráða. Hún er fullnægjandi ef dúnninn er óskemmdur og ver heilt og lítið slitið. Sé dúnninn hins vegar farinn að rýrna og/eða ver orðið slitið er boðið uppá að skipta um ver og bæta í dún eftir þörfum.

Efnið sem notað er við hreinsunina er vistvænt og brotnar niður í náttúrunni á innan við einum sólarhring. Hrein sæng er undirstaða þess að tryggja endingartíma sængurinnar, tryggja heilbrigði og gæta þess að þú sofir betur. Dún og fiður þvær sængur, kodda og jafnvel dúnúlpur óháð því hvar vörurnar eru keyptar

- Auglýsing-

Hægt er að fá sængur og kodda, sem komið er með í þvott eða endurnýjun eftir sólarhring ef komið er með það fyrir hádegi á mánudögum til föstudags.

Dún og fiður tekur að sér að hreinsa og endurnýja sængur og kodda óháð því hvar varan er framleidd eins og áður var getið. Vörur sem fyrirtækið endurnýjar og setur í nýtt ver fá nýjan ársstimpil til að auðvelt sé að fylgjast með hvenær komið er að næstu hreinsun eða þvotti.

Við þetta mál bæta að í verslun Dún og fiður við Laugarveg er mikið úrval af sængum, koddum og sængurverum af ýmsum gerðum. Þar er starfsfólk með mikla reynslu  sem getur leitt þig í allan sannleikann um dún og fiður og getur ráðlagt fólki allt eftir þörfum hvers og eins.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Dún og fiður, dunogfidur.is

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-