-Auglýsing-

Börnum hætt við hjartasjúkdómum af völdum offitu

Börnum allt niður í þriggja ára getur verið hætt við hjartasjúkdómum ef þau eru í yfirvigt. Þetta sýnir ný rannsókn sem gerð var við Háskólann í Norður Karólínu.

Rannsókn á 16 þúsund börnum og unglingum sýnir að feitustu börnin geta borið einkenni um óreglulegan hjartslátt sem getur verið fyrirboði um hjartasjúkdóma í framtíðinni. Þessar hjartsláttatruflanir eru taldar orsakast af of miklu magni af svokölluðu CRP próteini í líkamanum. Rannsakendurnir segja þó að þörf sé á frekari rannsóknum til þess að sýna betur fram á þessi tengsl

-Auglýsing-

Fræðimennirnir við Háskólann í Norður Karólínu skoðuðu börn á aldrinum eins árs til sautján ára. Næstum 70% barnanna voru í eðlilegri þyngd, en um 30% barna voru of feit.

www.visir.is 01.03.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-