-Auglýsing-

Nýtt hjartaþræðingatæki

Mynd/MBL/Ófeigur Lýðsson
Mynd/MBL/Ófeigur Lýðsson

Land­spít­al­inn tek­ur nýtt hjarta- þræðing­ar­tæki form­lega í notk­un í dag. Með því er verið að end­ur­nýja tæki sem var tekið til notk­un­ar árið 2001 og því orðið 15 ára gam­alt.

„Þetta er annað hjartaþræðing­ar­tækið sem er tekið í notk­un á spít­al­an­um á síðustu þrem­ur árum. Þá hafa all­nokkr­ar end­ur­bæt­ur átt á sér stað á hús­næði hjartaþræðing­ar­deild­ar und­an­farið. Aðstaðan þar er nú orðin mjög góð og er fylli­lega sam­bæri­leg við þau sjúkra­hús á Norður­lönd­un­um sem við ber­um okk­ur helst sam­an við,“ seg­ir Davíð O. Arn­ar, yf­ir­lækn­ir hjarta­lækn­inga. Tækið kostaði um 100 millj­ón­ir króna og voru kaup­in ríku­lega styrkt af styrkt­ar­sjóði Jón­ínu Gísla­dótt­ur.

-Auglýsing-

Nýja tækið mun ekki síst nýt­ast við fjölþætt inn­grip vegna hjart­slátt­ar­trufl­ana. Til þeirra telj­ast meðal ann­ars brennsluaðgerðir, gangráðsí­setn­ing­ar og bjargráðsaðgerðir. Tals­vert vax­andi eft­ir­spurn hef­ur verið eft­ir brennsluaðgerðum vegna gáttatifs og eru biðlist­ar þar mjög lang­ir. Nýja þræðing­ar­tækið mun nýt­ast vel við að stytta þenn­an biðlista.

„Kaup­in á þessu tæki og fleiri tækj­um eru bara einn liður í að stytta biðlista brennsluaðgerða vegna gáttatifs. Við höf­um gert ým­is­legt annað til þess að tak­ast á við það. Ráða lækna sem hafa til þess sérþekk­ingu, bæta við líf­einda­fræðing­um til að aðstoða við þær aðgerðir og að kaupa ýms­an viðbót­ar­búnað til þess að stytta og ein­falda brennsl­urn­ar. Þessi biðlisti hef­ur verið veru­lega lang­ur og þetta er því for­gangs­verk­efni hjá okk­ur, “ seg­ir Davíð.

- Auglýsing-

Laðar að sér­fræðimenntað fólk

Auk meðferðar við hjart­slátt­ar­trufl­un­um verður hægt að fram­kvæma kran­sæðaþræðing­ar, kran­sæðavíkk­an­ir og ísetn­ingu á ósæðar­hjarta­lok­um með þræðinga­tækni með nýja tæk­inu. „Stund­um hef­ur verið nefnt að að- staða á Íslandi sé ekki jafn­góð og ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um en með þessu þá tel ég að aðstaðan á hjartaþræðing­ar­stof­unni sé orðin fylli­lega sam­bæri­leg við önn­ur sjúkra­hús á Norður­lönd­un­um,“ seg­ir Davíð og bæt­ir við að með þessu sé Land­spít­al­inn orðinn sam­keppn­is­hæf­ur hvað varðar aðstöðu og tækja­kost til að laða að sér­fræðimenntað starfs­fólk.

Öflug­ur bakjarl hjarta­lækn­inga

Gjafa- og styrkt­ar­sjóður Jón­ínu S. Gísla­dótt­ur var sett­ur á fót árið 2001. Stefna sjóðsins er að örva fram­far­ir í hjarta­lækn­ing­um og þjón­ustu við hjarta­sjúk­linga á spít­al­an­um. Sjóður­inn hef­ur margsinn­is lagt fram fé sem nýst hef­ur til hjarta­lækn­inga hér­lend­is. Hef­ur féð m.a. nýst til tækja­kaupa og til stofn­setn­ing­ar göngu­deild­ar fyr­ir hjartveika. Jón­ína var ekkja Pálma Jóns­son­ar, kennds við Hag­kaup, en hún lést árið 2008. „Styrkt­ar­sjóður Jón­ínu Gísla­dótt­ur ger­ir Land­spít­ala kleift að kaupa hjarta- þræðing­ar­tækið en Jón­ínu­sjóður­inn hef­ur reynst hjarta­deild Land­spít­ala öfl­ug­ur bak­hjarl und­an­far­in ár, ekki síst við kaup á dýr­ari tækj­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Land­spít­al­an­um.

Mbl.is 13.05.2016

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-