-Auglýsing-

Kröftugt hjartahnoð í stað munn við munn

Bresku hjartasamtökin hvetja landsmenn til að gleyma svokallaðri munn við munn aðferð og einbeita sér þess í stað að hjartahnoði til að bregðast við hjartastoppi. Samtökin hafa fengið leikarann, fyrrverandi knattspyrnumanninn og harðjaxlinn Vinnie Jones til að aðstoða sig í nýrri auglýsingaherferð.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem almenningur er hvattur til að einbeita sér fremur að hjartahnoði í stað munn við munn aðferðarinnar. Endurlífgunarráðið í Bretlandi hefur einnig lagt áherslu á aðferðina, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.

-Auglýsing-

„Hringdu fyrst í 999. Svo beitirðu endurlífgun með höndunum. Og engir kossar; það er bara frúin sem fær koss á varirnar,“ segir Jones í auglýsingunni, þar sem hann sýnir réttu handtökin.

Í nýlegri skoðanakönnun, sem samtökin stóðu að, kemur fram að margir eigi erfitt með að beita munn við munn aðferðinni, sem hefur verið kallaður koss lífsins. Um helmingur þátttakenda í könnuninni, sem var framkvæmd víðsvegar í Bretlandi, sagðist vera afhuga því að beita endurlífgun vegna þekkingarskorts. Margir óttuðust að þeir yrðu lögsóttir fyrir að beita aðferðinni ekki rétt.

- Auglýsing-

Bresku hjartasamtökin segja að þeir sem hafa ekki hlotið þjálfun í endurlífgun eigi að sleppa munn við munn aðferðinni og beita þess í stað kröftugu hjartahnoði. Hnoða eigi í takt við Bee Gees smellinn „Stayin’ Alive“, eða tvö hnoð á sekúndu.

Fram kemur á vef Landlæknisembættisins að munn við munn öndun þyki flókin og viss tregða kunni að vera meðal almennings að beita grunnendurlífgun sem feli í sér bæði munn við munn öndunaraðstoð og hjartahnoð.

www.mbl.is 04.01.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-