Dani Jarque fyrirliði Espanyol er látinn. Hann fékk hjartaáfall í æfingabúðum liðsins á Ítalíu en spænskur fjölmiðlar greindu frá þessu í kvöld.
Jarque sem var 26 ára gamall er sagður hafa látist á hóteli liðsins í bænum Coviciana á Ítalíu.
-Auglýsing-
Hann fannst látinn þegar liðsfélagar hans huguðu að honum eftir að hann kom ekki í mat.
Espanyol hefur ekki enn staðfest andlát hans.
- Auglýsing-
Andlát hans kemur tveimur árum eftir að Antonio Puerta varnarmaður Sevilla lést 22 ára gamall eftir að hafa hnigið niður í opnunarleik spænsku deildarinnar.
www.fotbolti.net o8.08.2009
-Auglýsing-