Karlmenn sem stunda líkamsrækt og taka stera eiga á hættu að verða fyrir alvarlegum aukaverkunum. Ný rannsókn sem gerð hefur verið við háskólann í Parma á Ítalíu sýnir að karlmenn sem nota stera eiga í erfiðleikum með kynlíf, frjósemi þeirra minnkar og þeir verða hjartveikir.
Við steranotkun karlmanna dregur úr karlhormónum og eistun minnka og það dregur úr sæðisframleiðslu, brjóstin stækka og minna verður um gott kólesteról í blóðinu. Þá mældust verulegar raskanir á geðheilsu þeirra sem neyttu stera.
-Auglýsing-
www.ruv.is 04.09.2008
-Auglýsing-