Ég hef verið að velta fyrir mér þeirri stöðu sem er uppi varðandi málefni hjartans á Íslandi og gluggað í gögn og tölur sem eru nánast ótrúlegar. Flestar þessar upplýsingar hef ég fundið í þeim fréttum og greinum sem eru hér á hjarta.net.
Stefna stjórnvalda á Íslandi 2008
-Auglýsing-
Stefna stjórnavalda í samræmi við evrópsku áætlunina um heilbrigði hjartans sem undirrituð var síðastliðið sumar.
„Hvert mannsbarn sem fætt er á nýju árþúsundi hefur rétt til þess að lifa til að minnsta kosti 65 ára aldurs án þess að fá hjarta- og æðasjúkdóm sem hægt er að koma í veg fyrir”
- Auglýsing-
Raunveruleg staða hjartamála
- Hjarta- og æðasjúkdómar eru langalgengasta dánarorsök á Íslandi.
- Árlega deyja 1800 Íslendingar þar af 700 manns úr hjarta og æðasjúkdómum eða 40%
- Árið 2005 dóu 150 konur úr hjartasjúkdómum.
- Sama ár dóu 56 konur úr lungnakrabbameini en 31 úr brjóstakrabbameini.
- Það deyja fimmfalt fleiri konur úr kransæðasjúkdómum en brjóstakrabbameini.
- Á árinu 2005 dóu um 200 karlar úr kransæðasjúkdómum.
- Sama ár dóu 70 karlar úr lungnakrabbameini og 55 karlar létust úr blöðruhálskirtilskrabbameini.
- Það deyja fleiri Íslendingar úr hjarta og æðasjúkdómum en öllum krabbameinunum samanlagt.
- Biðlistar eftir hjartaþræðingu eru átta mánuðir og lengist sá listi stöðugt.
- Tækjakaup hjartadeildar Landspítala eru háðar gjafafé.
- Tæki sem nú eru í notkun við hjartaþræðingar notast við myndgreiningartækni síðustu aldar.
- Gangainnlagnir á hjartadeild eru regla frekar en undantekning.
- Heilbrigðisyfirvöld hafa enga hjartalækna á samningi við Tryggingastofnun.
- Hjartasjúklingar eru háðir rándýru og ósveigjanlegu tilvísanakerfi sem engir aðrir sjúklingar eru háðir.
- Það er engin prófessorsstaða við Háskóla Íslands í hjartalækningum þó svo að hjartasjúkdómar séu aðaldánarorsök þjóðarinnar.
Er furða þó mann setji hljóðan.
Björn
-Auglýsing-