Ég hef rétt á:
Að hugsa um mig. Það er ekki sjálfselska. Það hjálpar mér að vera til staðar fyrir aðra.
Ég hef rétt á:
Að fá hjálp frá öðrum þó svo ástvinurinn minn hjartsjúki mótmæli. Ég veit og þekki takmarkanir mínar og styrkleika.
Ég hef rétt á:
Að halda áfram að sinna eigin lífi, fyrir mig, eins og ég myndi gera ef ástvinur minn væri ennþá heilbrigður. Ég veit að ég geri mitt besta fyrir ástvin minn og að ég hef einnig rétt á að gera ýmislegt aðeins fyrir mig.
Ég hef rétt á:
Að verða reið/ur, vera þunglynd/ur og tjá erfiðar tilfinningar endrum og sinnum.
Ég hef rétt á:
Að hafna tilraunum ástvinar míns til að ráðskast með mig (meðvitað eða ómeðvitað) með samviskubiti, reiði eða þunglyndi.
Ég hef rétt á:
Að ástvinur minn komi fram við mig af tillitssemi, ástúð, fyrirgefningu og sátt að því gefnu að þannig komi ég einnig fram við hann.
Ég hef rétt á:
Að vera stolt/ur af því sem ég áorka og fagna því hugrekki sem ég stundum þarf að sýna þegar ég tekst á við veikindi ástvinar míns.
Ég hef rétt á:
Að vernda mig sem einstakling og þann rétt sem ég hef til að búa mér líf sem ég get lifað þegar ástvinur minn þarf ekki lengur á aðhlynningu minni að halda.
Ég hef rétt á:
Að búast við og krefjast þess að þegar unnið er að þróun aðstoðar fyrir líkamlega og andlega fatlaða í landinu þar sem ég bý, þá verði einnig unnið að aukinni aðstoð og stuðningi fyrir aðstandendur.