-Auglýsing-

Vistvæn Brúnegg vinsæl

BrúneggÍ viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er athyglisvert viðtal við eggjabændur í Brautarholti á Kjalarnesi sem framleiða þar vistvæn Brúnegg sem hafa notið mikilla vinsælda.

Það er líka skemmtilegt fyrir okkur hjartafólk sem erum unnendur eggja að nú hafa vísindamenn komist að því að egg séu „hinn fullkomni biti“, líka fyrir hjartafólk. Við birtum hér brot úr viðalinu.

-Auglýsing-

Eftirtektarvert er hversu hratt Brúnegg náðu að koma sér vel fyrir á íslenska eggjamarkaðinum. Eggin eru framleidd með vistvænum hætti og fá hænurnar að ganga um frjálsar í hænsnahúsinu. Þó framleiðsluferlið geri vöruna dýrari hafa neytendur tekið eggjunum frá Brúneggjum opnum örmum og ekki einu sinni kreppan hefur náð að draga úr vinsældunum.

Brúnegg eru í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Björns Jónssona í Brautarholti á Kjalarnesi, en Kristinn sinnir starfi framkvæmdastjóra. „Við bræðurnir höfðum áður átt stórt eggjabú og fengist við bæði svína- og kjúklingarækt í áratugi. Árið 2004 ákváðum við að venda okkar kvæði í kross og fara út í að framleiða vistvæn egg. Þessa ákvörðun tókum við m.a. vegna þess að við þóttumst sjá að eggjamarkaðurinn ætti enn dálítið inni og svigrúm væri til að stækka þennan markað,“ segir Kristinn.

„Við sáum líka að vistvæn framleiðsla væri það sem koma skyldi og að neytendur væru stöðugt að láta sig meira varða velferð dýranna í hvers kyns landbúnaði. Þetta er þróun sem hefur verið stöðugt að aukast allt frá því að rithöfundurinn Astrid Lindgren fór að beita sér fyrir velferð varphænsna fyrir mörgum áratugum en hún lagði einmitt mikla áherslu á að hænur væru ekki geymdar í búrum heldur fengju að ganga um frjálsar og í sem náttúrulegustu umhverfi.“

Fluttu inn nýjan stofn

- Auglýsing-

Fyrirtæki þeirra Kristins og Björns braut ekki aðeins blað hvað varðar ræktun og aðbúnað hænsnanna heldur fluttu þeir inn sérsakan stofn. „Fram að þessu höfðu aðeins verið til hvít egg á íslenska markaðinum og gáfu brúnu eggin okkur kost á að markaðssetja vöruna betur sem sérstakt vörumerki. Bæði gerir liturinn eggin sérstök í augum neytenda en að auki eru hænurnar okkar fóðraðar með sérstakri blöndu sem gefur enn bragðbetri egg.“

Stærsti munurinn á aðbúnaði Brúneggja-hænsna og venjulegra varphænsna er frelsið. Kristinn segir hefðbundinn verksmiðju-eggjabúskap fara þannig fram að 4-6 hænur eru hafðar saman í búri en hjá Brúneggjum er hænunum leyft að ganga frjálsum um stórt rými. Hænurnar geta líka leitað í hreiður og verið þar út af fyrir sig og orpið eggjum sínum eða skellt sér í svokallað rykbað en hænsunum þykir fjarska gott að geta nuddað fjaðrirnar upp úr blöndu af sandi, spæni og fíngerðum þurrkuðum skít og þannig hreinsað sig með sama hætti og í náttúrunni.

Kristinn segir hænunum greinilega líða betur og sjáist það m.a. á að hópurinn er friðsamari og minna um meiðsli. „Innan hænsnahóps myndast ákveðin goggunarröð sem getur valdið auknu andlegu álagi þegar hænurnar eru hafðar saman í litlu búri. Í stóru rými gefst þeim færi á að hörfa undan og fara eitthvað annað ef önnur hæna gerir þeim lífið leitt. Opna rýmið gefur hænunni líka svigrúm til þess að hreyfa sig en það er í eðli þessa fugls að vera stöðugt á fartinni og þykir hænunni ekki gott að vera innilokuð í þröngu rými.“

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-