-Auglýsing-

Vísar allri gagnrýni á bug

BJÖRN Zoëga, forstjóri Landspítalans, vísar gagnrýni á nýtt vaktakerfi spítalans á bug, en bæði almennir læknar, áður unglæknar, og deildarlæknar lýstu yfir áhyggjum sínum og óánægju í Morgunblaðinu í gær. Segir hann alrangt að ekkert samráð hafi verið haft við almenna lækna enda hafi a.m.k. þrír fundir verið haldnir með þeim á sl. níu mánuðum meðan nýtt vaktakerfi var í undirbúningi.

Jafnframt segir hann rangt að mönnun samkvæmt nýja kerfinu verði undir öryggismörkum. „Okkur dytti aldrei í hug að gera breytingu sem stefndi öryggi sjúklinga í hættu. Við teljum að mönnun verði næg,“ segir Björn og bætir við: „Komi í ljós að svo sé ekki þá verður að sjálfsögðu brugðist hratt við því.“

-Auglýsing-

Spurður um þá gagnrýni að nýja kerfið brjóti reglur um hámarksvinnutíma samkvæmt Evróputilskipun sem innleidd var í íslensk lög segir Björn það alrangt. „Við höfum margskoðað þetta og almennir læknar hafa ekki getað sýnt fram á að það hafi verið þverbrotnar neinar reglur. Það er alveg ljóst að læknar munu samkvæmt nýja vaktakerfinu þurfa að vinna fleiri dagvinnutíma á mánuði auk þess sem kvöld- og næturvaktir verða styttri og unnar nokkra daga í röð sem sé breyting miðað við í dag. Hins vegar erum við undir hámarksvinnutímanum sem kveðið er á um í tilskipuninni,“ segir Björn. Aðspurður hvert hámarkið sé segir hann það vera 48 klst. að meðaltali á viku yfir allt árið. „Okkar mat er að við uppfyllum Evróputilskipunina og þá erum við örugglega einn af fáum spítölum í Evrópu sem gerir það.“

silja@mbl.is

Morgunblaðið 20.03.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-