-Auglýsing-

Veflesari

iStock 000007607282XSmallÞað er með miklu stolti sem við tökum veflesara eða talgervil í gagnið hér á hjartalif.is. Á síðustu árum höfum við verið að huga að aðgengismálum hér á síðunni og á sínum tíma fengum við ráðgjafa frá Sjá ehf til að gera úttekt á síðunni okkar. Niðurstaðan var sú að víða væri pottur brotinn hjá okkur í þeim efnum en við höfum þó reynt að gera eins vel og við höfum getað miðað við efni að aðstæður.

Það er ekkert leyndarmál að það hefur stundum verið erfitt að halda þessum vef úti eftir að kreppan skall á, færri sjóðir að leita í og stuðningur afar lítill. Þeir sem hinsvegar hafa stutt okkur eiga skilið mikinn heiður og þakklæti, án þeirra værum við ekki svipur hjá sjón.

-Auglýsing-

Það er þess vegna stór áfangi hjá okkur að geta tekið veflesara í notkun hjá okkur og er það von mín að með því getum við komið að stórum hluta til móts við þann hóp sem á erfitt með að lesa á vefnum. Við gerum okkur grein fyrir að þetta er ekki fullt skref í aðgengismálum en afar mikilvægt.

Það er Blindrafélagið sem skaffar okkur veflesarann og verð ég að játa að mér finnst vel hafa tekist til.
Það er einlæg von okkar að notendur taki þessari nýjung vel og við náum að mæta þörfum flestra lesenda okkar.

Reykjavík 21.01.2013

Björn Ófeigsson

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-