Oft er því haldið fram að tilfinningar hljóti að hafa áhrif á hjartaheilsuna. Ný rannsókn sem birtist í Biological Psychiatry og greint var frá á Free Press Journal á dögunum ýtir undir þessar hugleiðingar. Svo virðist sem streita geti aukið hættuna á hjartasjúkdómum.
Reiði, kvíði og þunglyndi hafa ekki aðeins áhrif á virkni hjartans heldur geta líka aukið hættuna á hjartasjúkdómum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.
Heilablóðfall og hjartaáfall eru lokaafurð stigvaxandi skemmda á æðum sem leiða til hjartans og heilans, en þetta ferli kallast æðakölkun (e. atherosclerosis). Æðakölkun versnar þegar það er hár stuðull af efnum í líkamanum sem kallast „pro-inflammatory cytokines“.
Talið er að viðvarandi streita auki hættuna á æðakölkun og hjarta- og æðasjúkdómum með því að kalla fram neikvæðar tilfinningar sem hækka stuðul þessara bólguvaldandi efna í líkamanum.
Rannsakendur hafa nú skoðað undirliggjandi kerfi þessa ferlis. Dr. Peter Gianaros, aðstoðar prófessor við Háskólann í Pittsburgh og aðal rannsakandi rannsóknarinnar segir að „út frá því að það virðist sem mörg sömu heilasvæðin hafi með tilfinningar að gera og það að skynja og stjórna bólgum í líkamanum, þá settum við fram tilgátu um að heilavirkni tengd neikvæðum tilfinningum – þá sérstaklega tilburðum til að stjórna neikvæðum tilfinningum – myndi tengjast líkamlegum áhættumerkjum fyrir hjartasjúkdóma“.
Dr. Gianaros og félagar fengu 157 heilbrigða fullorðna einstaklinga sem sjálfboðaliða í rannsóknina og voru þeir beðnir um að stjórna tilfinninga viðbrögðum sínum við óþæginlegum myndum og á meðan var heilavirkni þeirra mæld.
Rannsakendur skoðuðu líka æðar þeirra til að leita að merkjum um æðakölkun til að meta hættuna á hjartasjúkdómum og mældu einnig stuðul bólgu í blóðsteyminu, sem er stór lífeðlisfræðilegur áhættuþáttur fyrir æðakölkun og snemmbúnum dauða sökum hjartasjúkdóma.
Rannsakendur sáu að einstaklingar sem voru með meiri heilavirkni þegar þeir voru beðnir um að stjórna neikvæðu tilfinningunum sínum voru einnig með hækkaðan stuðul af interleykin-6, sem er eitt af „pro-inflammatory cytokines“ efnunum, og voru einnig með aukna þykkt í „carotid“ æðaveggjunum, en það er merki um æðakölkun.
Bólgustuðullinn skýrir líklega tengslin milli merkja um æðakölkun og heilavirknis mynstursins sem kemur fram þegar tilfinningastjórnun fer fram. Dr. Gianaros segir að þessar nýju niðurstöður ýti undir þá trú að tilfinningar hafi einhver tengsl við hjartaheilsuna.
Hann segir einnig að rannsakendur haldi að grunnurinn fyrir þessum tengslun geti legið í virkni heilasvæða sem eru mikilvæg fyrir stjórnun tilfinninga og bólgu. Hann segir einnig að þessar niðurstöður geti haft áhrif á fyrirbyggjandi aðferðir og inngrip tengd heila í þeim tilgangi að bæta hjartaheilsu og vernda gegn hjartasjúkdómum.
Þessi rannsókn var birt í tímaritinu Biological Psychiatry.
Þýtt og endursagt af Free Press Journal.
Hanna María Guðbjartsdóttir.