-Auglýsing-

Þakklátur hjartalæknunum

“Þetta kemur stundum fyrir,” segir Bent Scheving Thorsteinsson aðspurður hvaða ástæður lægju að baki gjafmildi hans.
Hann gekkst undir aðgerð fyrir tveimur vikum þar sem skipt var um hjartaloku fyrir ósæð og segist ákafleg þakklátur læknunum sem um hann sáu og öllu starfsliðinu á deildinni.. “Þeir hafa allt frá fyrstu ferð gert allt fyrir mig sem hægt er að gera og hafa í einu og öllu reynt að leysa úr öllum málum fyrir mig og ekki bara þeir heldur allt starfsliðið á deildinni,” segir Bent.

“Ég gerði góð viðskipti með verðbréf og mér fannst ég skulda samfélaginu eitthvað því ég var bara á réttum stað á réttum tíma. En þó ég sé löngu hættur verðbréfabraski þá hafa hlutabréfin sem ég hef eignast rokið upp úr öllu valdi,” segir Bent og tekur sem dæmi að hlutabréfin í fyrrum Íslandsbanka, nú Glitni, hafi ekki tvöfaldast og ekki þrefaldast, að verðmæti, heldur þrjátíufaldast! Bent giskar á að hann hafi gefið samtals um 100 milljónir reiknað til núvirðis, í þá fjóra sjóði sem hann hefur nú stofnað en bætir við að ómögulegt sé að reikna það nákvæmlega út.

Gaf 30 milljóna sjóð til vísindastarfs
Bent Scheving Thorsteinsson færði LSH 30 milljónir að gjöf sem stofnfé í styrktar- og verðlaunasjóð á sviði hjartalækninga og hjarta- og lungnaskurðlækninga í gær. Hlutverk og markmið sjóðsins er að veita styrki og verðlaun fyrir vísindaleg afrek, rannsóknir og ritgerðir og skylda starfsemi á því sviði og sagðist Bent færa LSH þessa gjöf að gefnu tilefni og sem þakklæti fyrir frábæra umönnun hjartalækna á LSH.
“Ég vona að vel gagnist öllum sem hér starfa og öllum þeim eru hér og þeim sem hingað sækja til að endurnýja sína heilsu,” sagði Bent eftir að hafa undirritað ásamt Magnúsi Péturssyni, forstjóra LSH og ábyrgðarmanni sjóðsins, skipulagsskrá hans. Bent hefur áður komið á fót þremur sjóðum ásamt konu sinni Margaret Ritter Ross Wolfe, en þeir eru allir varðveittir af Háskóla Íslands.

Morgunblaðið 05.07.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-