-Auglýsing-

Takk fyrir stuðninginn

iStock 000007808634 ExtraSmallFrábæru lesendur, í kvöld gerðist sá merki atburður að við fengum læk númer 5.000 hér á hjartalif.is og fyrir það erum við ótrúlega þakklát.

Þið eruð drifkrafturinn sem hvetur okkur áfram í þessu starfi og án ykkar værum við bæði fámenn og smá.

-Auglýsing-

Við Mjöll erum ótrúlega lánsöm að hafa átt í samstarfi við fjölmarga aðila sem hafa leyft okkur að birta efnið sitt hér á hjartalif.is og þetta fólk á ekki síst þátt í því að við höfum getað haldið þessari síðu úti í átta og hálft ár.

Þetta er hugsjónastarf og við erum drifinn áfram að þeirri staðreynd að á hverju ári deyja um 700 Íslendingar úr hjarta og æðasjúkdómum, eða um 40% þeirra sem látast á Íslandi á hverju ári.

Á síðustu áratugum hefur orðið algjör bylting í meðferð hjarta og æðasjúkóma og sem betur fer eru alltaf fleiri og fleiri sem lifa af, lifa með sjúkdómnum og  eiga gott hjartalíf í áratugi.

Við viljum vera til staðar fyrir þetta fólk, maka þeirra og aðstandendur og alla þá sem láta sig málefni hjartans varða.

- Auglýsing-

Þið lesendur sem hafið lækað á síðuna okkar, stutt okkur með því að koma hér inn og fylgjast með því sem við erum að gera, þúsund þakkir.

Björn & Mjöll

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-