-Auglýsing-

Sykursýki og skert sykurþol

Matarræði getur skipt sköpum þegar kemur að blóðsykurstjórnun.

Sykursýki II er einn af þessum sjúkdómum sem hægt er að hafa mikil áhrif á með réttu mataræði. Ótal mörg dæmi er um að fólk hafi ná fullkominni stjórn á blóðsykrinum með lífsstílsbreytingum.

Sykursýki og hár blóðsykur getur stuðlað að þróun kransæðasjúkdóms. Algengt er að einstaklingar með sykursýki, sérstaklega sykursýki týpu II séu einnig of þungir.

-Auglýsing-

Mikilvægt

Mikilvægt er að reyna að komast í kjörþyngd með því að stunda reglulega hreyfingu og huga að mataræðinu. Einnig skiptir máli fyrir einstaklinga með sykursýki að fylgjast með öðrum áhættuþáttum fyrir kransæðasjúkdóm, sérstaklega háþrýstingi og kólesteróli, vegna samanlagðrar áhættu þessara þátta.

Blóðþrýstingur

Markmiðið fyrir blóðþrýsting hjá einstaklingum með sykursýki er lægri en hjá þeim sem ekki eru með sykursýki. Það er ákjósanlegt að blóðþrýstingur sé lægri en 130/80 mmHg hjá einstaklingum með sykursýki, sérstaklega þeim sem eru sem eru með sykursýki týpu I, yngri einstaklingar og einstaklingar með aðra áhættuþætti en það eru fáir sem ná þessu markmiði og því hafa mörkin verið sett við 140/85 mmHg. ACE hemlarar t.d. Daren, Ramíl og ARB hemlarar t.d. Presmin, Atacand eru algeng lyf til að meðhöndla háþrýsting hjá þeim sem eru með sykursýki. Mælt er með því að slæma kólestrólið sé lægri en 1,8 mmHg hjá einstaklingum með sykursýki.

- Auglýsing-

Eftirlit mikilvægt

Ef þú ert með sykursýki þá er gott að þú sért í góðu eftirliti og látir fylgjast með blóðsykri þínum og langtíma blóðsykri (HbA1C) en það er meðaltalsblóðsykur yfir 3 mánuði. Eðlilegur blóðsykur er á bilinu 3,5-7 mmól/L og meðaltalsblóðsykurinn á að liggja á bilinu 6,5-7,5%.

Mataræði

Það er hægt að ná betri blóðsykursstjórn með því að haldast í kjörþyngd, huga að mataræði og stunda líkamsrækt. Miðjarðarhafsmataræðið og fæði þar sem áherslan er á grænmeti, heilkorna afurðir, prótein og ávexti hentar vel fyrir sykursjúka. Ekki er þó mælt með því fyrir einstakling með sykursýki að borða of mikið af ávöxtum eða ávaxtasafa í einu því það hækkar blóðsykurinn.

Metformin er algengt lyf við sykursýki týpu II

Björn Ófeigs.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-