Þegar Evrópubúar færa klukkur sínar fram á vorin og breyta yfir í sumartíma fjölgar hjartaáföllum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð hefur verið á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi.
Í könnuninni sem birt var í New England Journal of Medecine kemur fram að 5% aukning er á hjartaáföllum vikuna eftir að klukkunum er breytt og telja vísindamenn það stafa af svefnröskunum í kjölfar breytinganna.
-Auglýsing-
Á haustin þegar klukkurnar eru færðar aftur til baka um eina klukkustund er niðurstaða rannsóknarinnar óljósari.
www.mbl.is 30.10.2008
-Auglýsing-