Hátt í 10% af frumkostnaðarmati nýs Háskólasjúkrahúss, 5,5 milljarður, eru vegna bílastæðahúss. Inga Jóna Þórðardóttir, formaður byggingarnefndar segir ástæðu til að endurskoða kröfur borgarinnar til að lækka þennan kostnað.
Í frumkostnaðarmati vegna nýs háskólasjúkrahúss, eru 5,5 milljarður ætlaður í bílastæðahús. Það eru rúmlega 9% af heildarkostnaði sem talinn er verða um 60 milljarðar. Formaður byggingarnefndar segir að þetta byggist á kröfum borgarinnar til húsbyggjenda. Hún telur ástæðu til að endurskoða þær kröfur og það sé gert víða annars staðar.
Inga Jóna gerir ráð fyrir því að bygging Háskólasjúkrahúss hefjist á haustdögum 2010 og byrjað verði á rannsóknarhúsi. Í undirbúningi er samkeppni um endanlegt útlit og hönnun spítalabygginganna. Inga Jóna segir að staðsetningin við Hringbraut sé góð vegna almenningssamgangna, fólk verði líka að horfast í augu við það að í framtíðinni verði ekkert til sem heiti frí stæði.
www.ruv.is 10.06.2008