Björg Sigurðardóttir hefur verið ráðin deildarstjóri Hjartagáttar frá og með 1. júlí 2013 til fimm ára.
Björg útskrifaðist með BS gráðu í hjúkrun frá Háskóla Íslands 1999 og hefur sótt fjölmörg námskeið tengd hjúkrun síðan. Hún starfaði sem almennur hjúkrunarfræðingur við ýmsar deildar Landspítala frá útskrift, m.a. á gjörgæslu og vöknun á árunum 2003-2007 og á bráðamöttöku við Hringbraut og í Fossvogi á árunum 2008-2010. Hún var ráðin aðstoðardeildarstjóri Hjartagáttar 2011 og hefur leyst fráfarandi deildarstjóra af síðan í október 2012.
Hjartagáttin við Hringbraut sinnir bráðaþjónustu, dagdeildar- og göngudeildarþjónustu við hjartasjúklinga. Á Hjartagátt er tekið á móti öllum ef grunur er um bráð hjartavandamál. Til þeirra teljast meðal annars brjóstverkir, mæði af líklegum hjartatoga, hjartsláttartruflanir, yfirlið af líklegum hjartatoga og hjartastopp.
Opið allan sólarhringinn frá klukkan 08:00 á mánudagsmorgni til klukkan 16:00 á föstudögum. Lokað um helgar og sérstaka frídaga sem liggja við helgar.
Allir með grun um bráð hjartavandamál fara á bráðamóttöku í Fossvogi frá klukkan 12:00 á föstudögum. Mögulegt verður þó að koma með þá sem eru í hjartastoppi eða STEMI til kl. 16:30 á föstudögum til að flýta fyrir að þeir komist sem fyrst í hjartaþræðingu ef þess er þörf.