Hinn 22 ára gamli varnarmaður Sevilla, er í gjörgæslu eftir að hafa hlotið hjartaáfall í leik gegn Getafe á laugardaginn, Leikmaðurinn sem að er spænskur landsliðsmaður hneig niður í eigin vítateig eftir að hafa verið að skokka til baka í vörnina og missti meðvitund.
Leikmenn og læknar komu í veg fyrir að leikmaðurinn gleypti á sér tunguna og komu honum aftur til meðvitundar. Hann gekk síðan óstuddur af leikvelli og inn í búningsherbergi en þar hneig hann aftur niður og fór aftur í hjartastopp en læknar liðsins náðu að veita honum hjartahnoð og lífga hann aftur við. Hann var síðan sendur með hraði í sjúkrabíl á sjúkrahús.
Puerta er búinn að vera í gjörgæslu á sjúkrahúsinu síðan að þetta gerðist en læknar eru bjartsýnir á að hann sé að ná sér, honum er haldið sofandi og er í öndunarvél. Lífi hans var bjargað af læknaliði félagsins og bráðaliðunum sem að óku honum á spítalann því að hann hlaut nokkur hjartastopp í heildina.
www.gras.is 27.08.2007