-Auglýsing-

Ólífuolía góð fyrir hjartað og langvarandi bólgur

Öll þekkjum við ólífuolíu en mörg okkar gera sér ekki grein fyrir því hvað þau efni sem eru í ólífuolíunni geta haft góð áhrif a okkur á svo ótal marga vegu. Ekki bara að ólífuolían sé góð fyrir hjarta og æðakerfið heldur er hún líka sérlega góð við langvarandi bólgum sem talin er hafa mikil áhrif á marga sjúkdóma og þar á meðal hjarta og æðasjúkdóma.

Það er rétt að olía er fita sem fæst með því að pressa ólífur af ólífutrjám sem venjulega koma frá miðjarðarhafslöndunum. Þetta er hins vegar heilbrigð fita sem gagnast líkamanum fremur en að skaða hann.

-Auglýsing-

Kostir ólífuolíunnar eru margir, sérstaklega ef um er að ræða ferska og lífræna útgáfu hennar.

Kostir ólífuolíu fyrir heilsuna

- Auglýsing-

Það kann að hljóma undarleg að fita skuli geta bætt heilsu líkamans, en Discovery greinir frá því að það sé ekki olían sjálf sem hefur þessi góðu áhrif.

Það eru tvær ástæður fyrir því að ólífuolía er talin til hollrar fæðu: það að hún inniheldur pólýfenól og einómettaðar fitusýrur, sem bæði er mikilvægt hjartaheilsu.

„99% af kostum ólífuolíu fyrir heilsuna eru vegna þessara efnasambanda en ekki vegna olíunnar sjálfrar“, sagði Nasir Malik lífeðslisfræðingur hjá Bandarísku Rannsóknarstofnun Landbúnaðarins .

Án þessara efnasambanda væri ólífuolían ekki ólík repjuolíu þegar kemur að kostum fyrir heilsuna.

Pólýfenól eru efni sem verndar heilsu með því að minnka áhættuþætti vegna hjartasjúkdóma með því að lækka blóðþrýsting, lækka kólesteról, minnka blóðtappamyndun í blóðinu og auka heilbrigði æðakerfisins.

Pólýfenól virkja einnig á gen líkamans sem tengd eru við minnkaða hættu á efnaskiptasjúkdómum, sem er regnhlífarorð yfir hina ýmsu kvilla sem auka hættuna á hjartasjúkdómum.

Auk þessa alls þá draga pólýfenól í ólífuolíu út hættunni á krabbameinum með því að minnka langvarandi bólgur í líkamanum og vinna eins og andoxunarefni sem vernda frumur frá skemmdum og álagi.

Í raun er það einmitt kostir ólífuolíu á hjartaheilsu og minnkun á líkum á krabbameini sem gerir ólífuolíu svo mikilvægan þátt í miðjarðarhafsmataræðinu sem raun ber vitni.

Pólýfenólin eru hins vegar aðeins helmingurinn af sögunni. Hin ástæða góðra kosta ólífuolíu fyrir heilsu eru einómettuðu fitusýrurnar, sem Mayo hjartaklíníkin hefur gefið út að sé heilbrigð fita sem veiti verulegan ávinning fyrir hjartaheilsu.

Fitusýrurnar minnka líkur á hjartasjúkdómum með því að lækka heildar kólesteról í líkama fólks og mælingu á slæmu kólesteróli ásamt því að jafna blóðsykur.

- Auglýsing -

Sumar rannsóknir benda einnig til þess að ólífuolía geti verið gagnleg til að minnka minnistap aldraðra sjúklinga.

Útvortis notkun ólífuolíu

Þó ólífuolían sé frábær „innan frá“ fyrir hjartaheilsu og til þess að vernda frumur líkamans fyrir skemmdum, þá er hún líka frábær útvortis fyrir líkamann.

Ólífuolían hefur öldum saman verið notuð í fegrunarvörur og heldur sessi sínum föst í margbreytilegum menningarheimum.

Útvortis notkunarmöguleikar fyrir ólífuolíu eru meðal annars:

  • Hreinsun á húð með gufu
  • Til að vinna á sólbruna
  • Rakakrem fyrir varir
  • Hárnæring
  • Vörn gegn flösu
  • Húðrakakrem
  • Útvortis leið til að hreinsa bletti í húð
  • Blanda ólífuolíu í aðrar húðvörur til að mýkja þær
  • Bætir teygjanleika húðarinnar
  • Virkar vel á þurra fætur
  • Nota til að fjarlægja farða
  • Greiðir úr hárflækjum
  • Tannhvíttun

Hvað hafa skal í huga við notkun ólífuolíu

Þó það sé almennt öruggt að nota ólífuolíu útvortis þá skal varað við því að taka hana inn til að vinna sér inn góð áhrif hennar á heilsu.

Fyrst, ólífuolía er fita og þar með góð uppspretta hitaeininga. Of mikið magn getur orsakað þyngdaraukningu ef hennar er neytt ásamt öðrum fitum í mataræði.

Heilbrigðasta leiðin til að neyta ólífuolíu og nýta heilsubætandi áhrif hennar er að skipta henni fyrir aðrar fitur eins og t.d. dressing á salat eða smjör. Það er til ótrúlegur fjöldi uppskrifta þar sem skipta smjöri út fyrir ólífuolíu án þess að bragði sé fórnað.

Annar mikilvægur punktur þegar íhugað er að bæta ólífuolíu inn í mataræðið er að huga að gæðum hennar.

Ólífuolía keypt í verslun er ekki endilega jafn holl og gera mætti ráð fyrir; rotvarnarefni geta dregið úr fjölda virkra pólýfenól.

Það er best að kaupa ólífuolíu eins ferska og mögulegt er og helst þá sem jómfrúarolíu. Jómfrúar merkingin þýðir að ekki hafa verið notuð efnaferlar til að vinna olíuna úr ólífunum heldur var aðeins notuð vél til að pressa þær.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-