-Auglýsing-

Ný blóðprufa gæti bjargað lífi margra kvenna

BrjóstverkurLífi þúsunda kvenna væri hægt að bjarga með því að framkvæma nýja tegund skimunar á blóðprufu sem gæti gefið vísbendingar um hjartaáfall.

Prófið kostar kostar innan við 1000 krónur að því er fram kom í vefútgáfu Mirror á dögunum.

-Auglýsing-

Talið er að allt að helmingur hjartaáfalla kvenna sé ógreindur vegna þess að þau er erfitt að greina nægjanlega snemma með núverandi tækni.

Þegar hjartaáföllin greinast er það oft of seint, skaðinn er skeður.

- Auglýsing-

Fórnarlömbin missa þá af mikilvægri greiningu og meðferð sem gæti komið í veg fyrir í veg fyrir annað hjartaáfall sem getur orðið hugsanlega orðið banvænt og endað með hjartastoppi.

Vísindamenn við Edinborgarháskóla, sem almennt er talinn á heimsmælikvarða í nútíma læknavísindum, hafa fundið upp skimunaraðferð á blóðprufu sem gæti bjargað mannslífum og kostar eins og áður sagði aðeins um 5 pund eða tæpar þúsund krónur.

Nýja aðferðin er svo næm að hægt er að skynja örlitla hækkun í próteininu troponin, sem losnar úr læðingi þegar hjartavöðvi skemmist, eins og gerist oft við hjartaáfall.

Rannsóknir sem gerðar hafa verið á próteininu benda til að nýja aðferðin nái að greina allt að tvöfalt fleiri hjartaáföll en núverandi tækni sem notuð er við blóðprufurnar og skimun þeirra.

Þetta gefur læknum og sérfræðingum tækifæri á því að gera aðgerð á slagæðum með stoðneti eða með því að ávísa á blóðþynnandi lyf til að koma í veg fyrir blóðsegamyndun (blóðtappa).

Blóðtappa sem annars gæti valdið óbætanlegum skaða á hjartavöðvanum.

Það er þekkt að það er erfiðara að greina hjartaáföll kvenna þar sem einkenni eru oft ekki dæmigerð og því algengara að konur fái hjartaáfall án einkenna (þögult hjartaáfall).

Þau einkenni sem eru meira áberandi hjá konum eru, bakverkir og meltingartruflanir eða ónot og geta þessi einkenni ruglað fólk í ríminu og dulbúið þar með hugsanlega brjóstverki.

Uppgötvun vísindamannanna í Edinborg gæti jafnvel gert það mögulegt að bjóða upp á þessa tegund blóðprufa á bráðadeildum fyrir jólin.

Enn sem komið er veit ég ekki hvort standi til að bjóða upp á þetta hér á landi eða hvenær en við erum að kanna málið.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-