-Auglýsing-

Miðjarðarhafsmataræði hefur jákvæð áhrif á að minnka áhættuþætti hjartasjúkdóma

Matur við MiðjarðarhafiðNiðurstöður rannsókna gefa til kynna að það að borða Miðjarhafsmataræði og nota ólífuolíu getur hjálpað til við að „snúa við“ eða stöðva (e. reverse) einkenni efnaskiptasjúkdóms, en einkenni hans samanstanda af áhættuþáttum sem geta leitt til hjartasjúkdóma.

Í einni rannsókn var borið saman fitulítið mataræði við Miðjarðarhafsmataræði, en Miðjarðarhafsmataræði inniheldur mikið af grænmeti, ávöxtum, hnetum, grófu korni, fiski og ólífuolíu. Rannsakendur, sem eru spænskir, fylgdust með hátt í 5800 körlum og konum á aldrinum 55 til 80 ára yfir 5 ára tímabil, en einstaklingarnir voru allir í áhættuhópi fyrir hjartasjúkdóma. Þátttakendum var skipt í þrjá hópa, einn hópurinn fylgdi Miðjarðarhafsmataræði með auka virgin ólífuolíu, annar hópurinn fylgdi Miðjarðarhafsmataræði með auka hnetum og sá þriðji fylgdi fitulitlu mataræði.

-Auglýsing-

Niðurstöðurnar sýndu að Miðjarðarhafsmataræðið minnkaði einkenni efnaskiptasjúkdóms, en fitulítið mataræði hafði ekki sömu áhrif. Efnaskiptasjúkdómur hrjáir um einn fjórðung af fullorðnum í heiminum og einkennin eru m.a. of hár blóðþrýstingur, sykursýki og offita, en þessi einkenni auka hættu einstaklinga á að fá hjartasjúkdóm og heilablóðfall.

Rannsakendur fundu út að báðir hóparnir sem fylgdu Miðjararhafsmataræðinu minnkuðu blóðsykurstuðul sinn og offitu yfir tímabil rannsóknarinnar. Um 64% þátttakenda var með efnaskiptasjúkdóm í byrjun rannsóknarinnar en 28% af þeim hópi var ekki lengur með einkenni sjúkdómsins í lok rannsóknarinnar. Þeir sem voru á Miðjarðarhafsmataræðinu með extra ólífuolíu voru 35% líklegri til þess að „snúa við“ einkennum efnaskiptasjúkdóms heldur en þeir sem voru á fitulitlu mataræði og þeir sem voru á Miðjarðarhafsmataræðinu með extra hnetum voru 28% líklegri til að „snúa við“ einkennum efnaskiptasjúkdóms.

- Auglýsing-

Megin rannsakandinn Dr. Jordi Salas-Savado, við Universitat Rovira i Virgili and Hospital Universitari de Sant Joan de Reus segir að líklegt sé að þessar breytingar, þessi viðsnúningur einkenna, séu sökum mismunandi mataræðis frekar en annarra þátta þar sem það var ekki munur milli hópa hvað varðar þyngdartap eða orkunotkun.

Niðurstöðurnar gefa til kynna að Miðjarðarhafsmataræðið sem var með extra ólífuolíu hafi verið heilsusamlegast, það virtist kom í veg fyrir að fólk safnaði magafitu, sem er oft undanfari sykursýki. Þessi hópur var ólíklegri til að safna fitu á þennan hátt heldur en þeir sem voru á fitulitla mataræðinu, jafnvel þó þyngd þeirra væri sú sama.

Talið er að bólgueyðandi eiginleikar og andoxunarefni sem finna má í hnetum, ólífuolíu, ávöxtum og grænmeti sem eru stór hluti af Miðjarðarhafsmataræðinu séu það sem hjálpi líkamanum að brjóta niður glúkósa og minnka þannig líkurnar á sykursýki týpu 2.

Niðurstöður rannsóknarinnar, sem birtist í tímariti Canadian Medical Association, stangast þó einnig á við fyrri rannsóknir, en niðurstöðurnar gefa til kynna að Miðjarðarhafsmataræðið komi ekki í veg fyrir að einstaklingur þrói með sér efnaskiptasjúkdóm, en fyrri rannsóknir hafa fengið þær niðurstöður. Niðurstöðurnar segja að ekki séu tengsl milli Miðjararhafsmataræðis með auka olívuolíu eða auka hnetum og færri tilfella efnaskiptasjúkdóms miðað við fitulítið mataræði. Aftur á móti voru báðir hópar sem fylgdu Miðjarðarhafsmataræðinu með marktæk tengsl við það að „snúa við“ efnaskiptasjúkdómi, sem sagt stoppa hann þegar einkennin eru nú þegar komin fram, eins og kom fram að framan.

Þýtt og endursagt af vefsíðum Daily Mail og WebMD

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-