-Auglýsing-

Listin að velja – ráðstefna um heilsu og holdafar

FæðupýramítiVið viljum endilega benda fólki á áhugaverða ráðastefnuna á morgun, föstudag. Þar verða flutt mörg fróðleg erindi og má segja að allir þeir sem láta sig mataræði og heilbrigðan lífsstíl varða gefist hér gott tækifæri til að komast í kynni okkar allra fremsta fólk á þessu sviði. 

Félag fagfólks um offitu stendur fyrir ráðstefnunni sem verður haldin í Salnum í Kópavogi föstudaginn 20. september nk. frá kl. 09.00–16.30. Fyrir hádegi mun fagfólk sem stundar rannsóknir á offitu kynna rannsóknir sínar og niðurstöður en rétt er að benda á að hægt er að mæta eingöngu eftir hádegi en þá verða í boði fjölbreyttir fyrirlestrar ætlaðir öllum þeim sem áhuga hafa á heilbrigðum lífsstíl.

-Auglýsing-

Á meðal fyrirlesara eru Tryggvi Þorgeirsson læknir, sem fjallar um atferlishagfræði en hann beinir sjónum sínum m.a. að heilsutengdri hegðun.

Rétt er að vekja sérstaka athygli á áhugaverðum fyrirlestri undir yfirskriftinni Kúrar og kolvetni – heilsa eða hætta?  Það eru þær Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent við HÍ og Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við HÍ sem báðar eru næringarfræðingar sem flytja fyrirlesturinn. Eins og nafnið gefur til kynna fjalla þær um helstu tegundir mataræðis, kosti og galla, hvað hentar hverjum ofl.

- Auglýsing-

Að auki verða fyrirlestrar um hugræna atferlismeðferð og heilbrigðan lífsstíl, hreyfingu í daglegu lífi og innihaldslýsingar á matvörum.

Nánari upplýsingar um dagskrá og fleira er á vefsíðunni:  http://ffo.is/

Tengt efni :

Það geta ekki allir fastað 

Af hverju er erfitt að velja hollt

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-