-Auglýsing-

Kanna umfang mistaka

Alþjóðlegar kannanir á tíðni læknamistaka í nokkrum ríkjum benda til þess að ótímabær dauðsföll á Landspítalanum geti verið yfir 200 á hverju ári.

NIÐURSTÖÐUR rannsókna sem gerðar hafa verið á tíðni mistaka á sjúkrastofnunum í nokkrum löndum gætu merkt, sé tíðnin svipuð hérlendis, að um 225 manns yrðu fyrir langvinnum örkumlum vegna mistaka og álíka fjöldi létist af sömu orsökum á hverju ári á Landspítalanum.

Um 30.000 manns leggjast inn á spítalann ár hvert, að því er fram kemur í gögnum landlæknisembættisins. Málþing um öryggi sjúklinga verður haldið á Hótel Nordica á morgun, fimmtudag.

Stefnt er að því að efna til rannsóknar á vegum landlæknisembættisins og fleiri aðila til að reyna að meta umfang vandans hérlendis. Verður meðal annars farið vandlega yfir 1.500 sjúkraskrár og þær valdar með slembiúrtaki. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur á undanförnum árum ákaft hvatt til þess að reynt verði að auka öryggi sjúklinga um allan heim gagnvart mistökum í heilbrigðisþjónustu. Skipulögð hafa verið verkefni af margvíslegu tagi, meðal annars hafa verið sett fram ákveðin markmið um sjúklingaöryggi í hnattrænum skilningi og rannsóknir á sýkingum á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum hafa verið efldar.

“Við höfum líka lagt mikla áherslu á samskipti við sjúklingana sjálfa og aðstandendur þeirra,” segir Sir Liam Donaldson, landlæknir Bretlands, sem flytur aðalerindið á málþinginu. “Fólk sem orðið hefur fyrir slíkri reynslu vill mjög gjarnan aðstoða okkur við að finna orsakirnar í von um að þannig sé hægt að hindra að aðrir verði fyrir sams konar áföllum.”

Í hnotskurn

» Sérfræðingar á sviði heilsugæslu segja brýnt að notendur þjónustunnar séu virkir og hiki ekki við að spyrja, þá fái þeir betri umönnun. Einnig séu einfaldir hlutir eins og tíður handþvottur góð forvörn gagnvart smitsjúkdómum.

- Auglýsing-

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.

Frétt af Mbl.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-