-Auglýsing-

Íslendingar nota dýrari blóðþrýstingslyf en þörf er á

Kostnaðarsamasti lyfjaflokkurinn hjá Sjúkratryggingum á árinu 2008 var blóðþrýstingslyf en útgjöld SÍ vegna þeirra námu 991 milljón kr. Komið hefur í ljós að flestir notendur blóðþrýstingslyfja á Íslandi nota angíótensín II blokka þó að til meðferðar sé selt jafngilt ódýrara lyf. Þetta kemur fram í fréttabréfi sem lyfjadeild Sjúkratrygginga Íslands gefur út í dag.

ACE-hemlar, angíótensín II blokkar og renín hemlar (skráð á Íslandi í janúar 2008) eru jafngild lyf til meðferðar við of háum blóðþrýstingi. Ekki er munur á lyfjum innan hvors flokks eða milli flokka í virkni við að meðhöndla blóðþrýsting, hjartabilun eða langvinnan nýrnasjúkdóm.

Um 30 þúsund Íslendingar nota ACE-hemla eða angíótensín II blokka og þar af eru um 70% sem nota angíótensín II blokka. ACE hemlar eru ráðlagðir sem fyrsta val framyfir angíótensín II blokka því ACE-hemlar eru mun ódýrari. Að velja mun dýrara lyf í byrjun er órökrétt því hjá um 95 af hverjum 100 sem byrja á ACE-hemli kemur aldrei upp sú staða að skipta þurfi í angíótensín II blokka vegna aukaverkana.

-Auglýsing-

Í samanburði við notkun þessara lyfja hér á landi og t.d. í Svíþjóð kemur í ljós að Íslendingar nota hlutfallslega mun meira af angíótensín II blokka en Svíar þegar valið er lyf sem verkar á renínangíótensín-kerfið (64% á Íslandi en 38% í Svíþjóð).

www.tr.is 15.05.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-