-Auglýsing-

Bretar styggastir Evrópubúa

Danir eru afslappaðastir Evrópubúa samkvæmt nýrri könnun sem greint var frá í morgun. Bretar eru hins vegar uppstökkastir og reiðast oftast. Samkvæmt könnuninni segjast Bretar að jafnaði reiðast fjórum sinnum á dag.

Fullorðnir Danir segjast hins vegar einungis reiðast einu sinni á tíu daga fresti.Ítalir segjast reiðast 3,5 sinnum á dag, Frakkar þrisvar á dag og Þjóðverjar 2,4 sinnum á dag.Það sem helst fer í taugarnar á Bretum er það þegar ruðst er fram fyrir þá í röð.

Ítalir svekkja sig hins vegar helst á lélegum lífsgæðum sínum en lélegur matur og þjónusta á veitingastöðum pirrar Frakka mest.Svíar og Norðmenn taka það hins vegar sérlega nærri sér hæðist aðrir að heimalöndum þeirra.

6.000 fullorðnir einstaklingar í Austurríki, Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu, Noregi, Portúgal, Spáni, Svíþjóð og Þýskalandi tóku þátt í könnuninni.

www.mbl.is 15.05.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-