-Auglýsing-

Innflúensusprauta minnkar líkur á hjartaáföllum um 45%

Mynd/Brian HoskinsBólusetningar til varnar innflúensunni árlegu eru hafnar á heilsugæslustöðum landsins. Þess vegna viljum við endilega benda á þessa frétt um gagnsemi bólusetninga þegar kemur að hjartanu. Þó rannsókninni virðist hafa verið beint að körlum finnst mér líklegt að konur hefðu að þessu sama gagn. 

Inflúensusprauta getur minnkað áhættuna á hjartaáföllum miðaldra karlmanna um nálægt helming samkvæmt nýrri rannsókn sem sagt er frá í Mail Online.

-Auglýsing-

Inflúensusprautur eru nú þegar í boði fyrir þá sem þjást af krónískum sjúkdómum, þar á meðal hjarta og æðasjúkdómum.

Nú hafa rannsakendur komist að því að það ætti að bjóða þær öllum á aldrinum 50-64. Í rannsókninni voru skimuð gögn 559 sjúklinga yfir 40 ára aldri þar sem um helmingur hafði fengið hjartaáfall.

- Auglýsing-

Sýni voru tekin úr nefi, hálsi auk blóðprufu þegar sjúklingarnir voru lagðir inn og svo aftur fjórum til sex vikum síðar.

Niðurstöðurnar sýndu að einn af hverjum átta af þeim sem höfðu fengið hjartaáfall, höfðu nýlega fengið flensu samanborið við innan við 7% í samanburðarhópnum. Helmingur sjúklingana hafði fengið inflúensusprautu það ár.

Inflúensa hafði ekki verið greind í um 10% af þeim sem höfðu sýkinguna, sem bendir til þess að hugsanlega fari það framhjá starfsfólki þegar sjúklingar koma inn af öðrum orsökum, að því er Áströlsku sérfræðingarnir sem stóða að rannsókninni greina frá í the Journal Heart.

Á meðan rannsóknin sýndi að inflúensa jók ekki hættuna á því að fá hjartaáfall, þá virðist það hafa verndandi áhrif að fá inflúensusprautu. Það minnkaði líkurnar á því að fá hjartaáfall um 45%.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að inflúensa getur leitt til þess að blóðið verði þykkara og jafnvel kallað fram bólgur í æðakerfinu, og ef þær eru þröngar fyrir getur þetta leitt til þess að æðar stíflast og til hjartaáfalls í kjölfarið.

Haft er eftir stjórnanda rannsóknarinnar frá Háskólanum í Nýju Suður Wales í Sidney, að jafnvel lítilsháttar áhrif inflúensusprautu sem gæti komið í veg fyrir hjartaáföll, gæti haft veruleg jákvæð samfélags og heilsufarsleg áhrif.

Fulltrúar sjúklingasamtaka og læknar hafa lýst yfir ánægju sinni með þessar niðurstöður og mæla með því að fólk sem sé viðkvæmt fyrir, láti bólusetja sig fyrir inflúensu í haust þar sem svo virðist sem það geti forðað mörgum frá heilsufarslegum vandræðum.

Mynd/Brian Hoskins

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-