-Auglýsing-

Hópsmit á hjartadeild

Sjö sjúklingar greindust með covid í gær á hjartadeild Landspítalans. Tómas Guðbjartsson hjartalæknir segir að sjúklingarnir megi illa við Covid-sýkingu ofan á alvarlegan hjartasjúkdóm.

Tómas Guðbjartsson hefur staðið vaktina um jólin.

Álagið á spítalanum sé mikið þessa dagana, starfsfólk þar veikst eins og annars staðar, mikilvægt sé að ná samfélagssmitinu niður til að vernda starfsemi spítalans. Nýju hágæslurými gjörgæslunnar á Hringbraut séu notuð sem geymslupláss, þar sem erfitt hefur reynst að manna þau.

-Auglýsing-

„Þetta sýnir mikilvægi þess að reyna að snúa svona faraldur niður. Þannig að bæði þá til að vernda gegn innlögnum en líka til að varðveita starfsemina þannig að teymin lamist ekki. Þegar teymin eru kannski hjarta- og heilaskurðlæknum samanstanda af þremur eða fjórum, þá sjá það allir í hendi sér að það þarf ekki mörg smit til að lama svona teymi gjörsamlega og fólk fer ekki á neitt annað sjúkrahús.“

Tómas segir ekki nóg að horfa á áhrif faraldursins í gegnum tölur af smitun, dánarhlutfall eða innlagnir á sjúkrahús. Því það þurfi að horfa á áhrif sjúkrahússins í heild sinni. „Þó fólki finnist ekki mikið að það séu fimm á gjörgæslu [vegna Covid] er þetta töluverður fjöldi sem bætist ofan á önnur verkefni sem við erum að sinna hérna.“

Í gær kom upp hópsmit á hjartadeild Landspítalans, unnið er að því að kortleggja útbreiðslu smitsins. Í tilkynningu frá spítalanum segir að útbreiðsla meðal starfsmanna sé einhver en umfangið sé ekki ljóst á þessari stundu. Hafa fleiri greinst á hjartadeild?  „Ég hef ekki upplýsingar um það, ég var að mæta í dag, en í gær voru sjö sjúklingar sem hafa greinst. Það er auðvitað grafalvarlegt þegar það koma smit á deild þar sem eru mikið veikir sjúklingar fyrir. Þetta var fyrirsjáanlegt þar sem smit eru út um allt í þjóðfélaginu, sjúklingar koma inn og út og starfsfólk auðvitað líka.“

Umræða um frelsi á villigötum

Þá segir Tómas umræða um frelsisskerðingu vegna sóttvarnatakmarkana hafi tekið ranga stefnu. Í héraðsdómi var í gær var tekist á um heimild sóttvarnalæknis til að skikka fimm manna hóp í einangrun. Tómas segir fáránlegt að leyfa sýktum að ganga frjálsum, með eða án einkenna.

- Auglýsing-

„Ég spyr hvenær er réttlætanlegt að frelsi einstaklingsins komi niður á frelsi annarra? Þetta er þjóðfélag okkar allra, það er fullt að viðkvæmu fólki úti í þjóðfélaginu sem er nýbúið að ljúka krabbameinsmeðferð eða er ónæmisbælt, mér finnst fáránlegt að sýktir einstaklingar gangi um meðal fólks í búðum, úti meðal almennings og útsetji þessa einstaklinga fyrir smiti sem getur reynst þeim lífshættulegt.“

Opnun hágæslunnar meira í orði en borði

Nýlega voru hágæslurými tilbúin á Landspítalanum við Hringbraut en Tómas segir þau ekki vera í notkun, þar sem ekki hefur tekist að manna stöðurnar sem þeim fylgir. 

„Ég er hræddur um að opnun hágæslunnar hafi verið meira á orði en á borði. Það hefur verið mjög erfitt að manna þessar stöður. Ég er bara að benda á það að þettta var geymsla fyrir hálfu ári síðan og ég get ekki betur séð en þetta sé það ennþá.“

Af vef ruv.is og FB síðu Tómasar.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-