Hjartamiðstöð Landspítala tekur til starfa þann 13. apríl 2010. Hjartamiðstöðin verður opin alla virka daga frá kl. 08:00 á mánudagsmorgni til kl. 20:00 á föstudagskvöldum.
Verkefni hjartamiðstöðvar Landspítala verður að sinna öllum bráðakomum til hjartalækna og einnig dag- og göngudeildarstarfsemi sem tengist hjartasjúkdómum. Starfsemin verður á 10D og 10W og flyst þangað í áföngum.
Störf yfirlæknis og hjúkrunardeildarstjóra hjartamiðstöðvar verða auglýst í haust þegar meiri festa er komin á starfsemina. Í millitíðinni hefur verið ákveðið að setja þau Kristínu Sigurðardóttur deildarstjóra á 14G og Davíð O. Arnar yfirlækni á bráðamóttöku 10D sem stjórnendur á hjartamiðstöðinni til haustsins.
Einnig hefur verið ákveðið að vinna að sameiningu legudeilda fyrir hjartasjúklinga og verða gerðar ráðstafanir til að opna á milli legudeildanna 14E og 14G og í framhaldi verða þær sameinaðar í eina legudeild. Unnur Sigtryggsdóttir deildarstjóri á 14E mun stýra deildunum/deildinni þar til staða deildarstjóra á sameinaðri legudeild verður auglýst.
www.landspitali.is 01.03.2010