Menn sem stríða við hármissi eiga frekar á hættu að fá hjartakvilla en kynbræður þeirra með þykkt hár. Þetta kemur í ljós í rannsókn sem gerð var í Japan.
Menn með skalla eiga samkvæmt niðurstöðunum að vera um þriðjungi líklegri en aðrir til að fá hjarta- eða æðasjúkdóma. Fylgnin er þó sýnu meiri þegar kemur að reykingum og offitu. Því megi hafa meiri áhyggjur af mataræði og lifnaðarháttum en hækkandi enni.
-Auglýsing-
Fréttablaðið 05.04.2013
-Auglýsing-