-Auglýsing-

Gleðilegt ár, eða hvað?

Mynd/Kalla Malmquist
Mynd/Kalla Malmquist

Við hér á hjartalif.is óskum lesendum okkar gleðilegs nýs árs með þakklæti fyrir árið sem var að líða. Þrátt fyrir að líta bjartsýnum augum fram á við verður að segjast eins og er að þær fréttir sem berast af heilbrigðiskerfi lansmanna, gangainnlögnum og ónýtum húsum skyggja dálítið á gleðina.

Í mínum huga er ljóst að stjórnmálamenn beri ábyrgð á stöðu mála og aðdragandinn er langur. Í raun má segja að stjórnmálamenn hafa svo lengi sem mig rekur minni til lagt heilbrigðiskerfið í einelti og skilningur þeirra á kerfinu virðist stundum takmarkaður.

-Auglýsing-

Það er gott að fara vel með og án efa mjög margt tímabært sem gert hefur verið í sparnaði á t.d. Landspítala. Það er hinsvegar mikill munur á því að endurskoða, þróa vinnubrögð og aðdrætti í þá átt að gera þau hagkvæmari og einfaldari eða setja allt kerfið á hliðina með reglulegu millibili. Við slík skilyrði lætur eitthvað undan, húsnæði úreldist, hæft starfsfólk gefst upp á ástandinu og leitar annað og öryggi sjúklinga verður óhjákvæmilega ógnað.

Það má segja að það sé eðli heilbrigðiskerfa að stækka, fólki sem þarf á þjónustu að halda fjölgar og tækniframfarir eru örar. Það er því mikilvægt að á eyju eins og Íslandi sé kerfi sem sé sífellt í endurskoðun og stöðugri þróun, þannig er þetta um allan heim og þannig á þetta að vera. Mér er þó til efs að margar þjóðir í hinum vestræna heimi hafi búið við jafn mikinn óstöðugleika og óvissu og ríkt hefur hér á landi um alllangt skeið í þessum málaflokki. Við þessar erfiðu aðstæður hefur starfsfólk unnið feikilega gott starf við oft á tíðum ömurleg skilyrði.

- Auglýsing-

Fyrir áramót fékk heilbrigðiskerfið smá plástur með nýjum fjárlögum en slíkar smáskammtalækningar duga skammt eins og staðan er. Húsnæði úr sér gengið og hálfónýtt, aðstæður starfsfólks og sjúklinga afleitar. Biðlistar eru viðvarandi vandamál og sem dæmi þá er töluvert langur biðtími í hjartaþræðingu svo dæmi sé tekið og alls ekki víst að allir lifi þá bið af, þó svo bráðatilvikum sé sinnt strax. Nú er staðan þannig að tækjakostur á hjartaþræðingadeildinni er í góðu standi þannig að ekki strandar á því þegar kemur að því að stytta biðlista. Húsnæðisvandi heilbrigðiskerfisisn er hinsvegar flestum kunnur og þau mál þola enga bið.

Er ekki kominn tími til að heilbrigðiskerfið verði sniðið að þörfum sjúklinga og þeirra sem á kerfinu þurfa að halda? Hagsmunir sjúklinga eiga undir öllum kringumstæðum að vera í forgrunni á nýju ári.

Hvað sem þessu líður lítum við björtum augum fram á veginn.

Verum góð við hvort annað og gleðillegt ár.

Björn Ófeigsson

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-