-Auglýsing-

Gera þarf brýnar breytingar

Aðbúnaður lífshættulegra veikra sjúklinga eru þvílíkur á Landspítalnum að það þolir enga bið eftir nýju sjúkrahúsi að gera breytingar. Þetta segir Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðlækninga.
Ef skorið verður meira niður á spítalanum þarf að hætta einhverjum hluta starfseminnar og hugsanlega flytja sjúklinga utan. Þetta sagði forstjórinn í fréttum í fyrradag og læknaráðið hefur áhyggjur af niðurskurði. Bjarni segir að það verði 4-10 sinnum dýrara að flytja starfsemi úr landi, heldur en að veita meðferðina hér. Ekki sé hægt að flytja starfsemina á önnur sjúkrahús á Íslandi.

Í erindi sínu á læknaráðsfundi í fyrradag sýndi Bjarni myndir frá því í september þegar flytja þurfti lífshættulega veikan sjúkling af spítalanum í Fossvogi og á Hringbraut. Dugði ekkert minna en vörubíll svo mörg voru tækin sem sjúklingurinn var tengdur við.

-Auglýsing-

Ekki tók betra við þegar inn var komið og flytja þurfti sjúklinginn á skurðstofu. Farið var með hann í breiðari lyftu hússins. Sjúklingurinn, lífsnauðsynleg og stór tæki, og starfsfólkið sem þurfti að fylgja komust ekki fyrir. Þau tróðu sér þó enda höfðu þau ekkert val. Bjarni segir þetta ekki forsvaranlegt. Hann segir ekki hægt að bíða eftir nýjum spítala til að leysa slík vandamál. Hann vill að sérgreinarnar séu endurskipulagðar þannig að samstarfsgreinarnar séu í sama húsi, og þannig sé hægt að fyrirbyggja erfiða flutninga.

Á einni stofunni á spítalanum eru gerðar hjartaþræðingar. Ef sjúklingurinn fær hjartaáfall þar inni, sem kemur fyrir, þá þarf að flytja hann á skurðstofu annars staðar í húsinu og við það tapast tími því óafturkræft drep kemur fljótt í hjartavöðvann. Bjarni vill að þessar aðgerðir séu gerðar á sömu stofu sem þarf að vera allt að 100 fermetrar svo allt komist fyrir.

- Auglýsing-

Sjá myndskeið með frétt hér 

www.ruv.is 17.10.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-