-Auglýsing-

Gæti bjargað 45 manns á ári

Hjartaheill, samtök hjartasjúklinga, verður 25 ára á þessu ári. Alþjóðlegi hjartadagurinn er í dag og af því tilefni ætla Hjartaheill og Hjartavernd að kynna daginn með dagskrá á Hálsatorgi í Kópavogi.

“Við höfum áður verið með hjartagöngur hvort í sínu lagi. Nú ætlum við að sameinast í dag, enda erum við að vinna í sama málefninu þótt Hjartavernd sé rannsóknarsamtök en við sjúklingasamtök,” útskýrir Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheillar á höfuðborgarsvæðinu.

-Auglýsing-

Hann telur mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir alvarleika þeirrar stöðu sem hjartasjúklingar á biðlista eftir þræðingu búa við. Að hans sögn deyja 750 til 800 manns úr hjartasjúkdómum hérlendis á hverju ári. Enginn annar sjúkdómur hafi svo háa dánartíðni.

“Við verðum að eyða þessum biðlistum því það eru viðukenndar tölur að þrettán prósent þeirra sem bíða á þessum listum falla frá áður en þeir fá skoðun, eða 45 manns á ári. Fólk á öllum aldri getur greinst með hjartasjúkdóm. Það er ekki nema fólk detti niður með hjartaáfall að það fær strax meðferð eins og í mínu tilviki. Það er hægt að segja að ég hafi verið “heppinn” að detta niður í Indlandi þar sem allur aðbúnaður var til staðar, sem við höfum ekki hér. Við eigum frábæra lækna en aðeins tvö þræðingartæki sem bæði eru orðin úrelt.”

Á döfinni er að hrinda af stað söfnunarátaki til að safna fyrir þriðja þræðingartækinu. Dagsetning hefur ekki verið endanlega ákveðin en Sveinn segir samtökin vinna að undirbúningi söfnunarinnar. Þriðja tækið myndi eyða þeim biðlistum sem nú eru til staðar. “Við gætum verið að bjarga 45 mannslífum á ári og það er ekki lítið. Ég vil taka fram að núverandi heilbrigðisráðherra hefur sýnt málefninu skilning og á heiður skilinn fyrir sitt starf,” segir Sveinn.

Mikið starf fer fram innan Hjartaheillar um allt land en samtökin reka meðal annars æfingarstöðvar þar sem hjartasjúklingar geta komið og æft sig. Einnig veita samtökin hjartasjúklingum og fjölskyldum þeirra stuðning og félagsmenn miðla af reynslu sinni.

- Auglýsing-

“Það að greinast með hjartasjúkdóm er enginn dauðadómur því það er hægt að fá þræðingar og fólk getur lifað til hárrar elli. En við glímum við þetta vandamál, biðlistana.”

Dagskráin í dag verður á Hálsatorgi í Kópavogi gegnt Bókasafni Kópavogs. Hún hefst klukkan 10.30 á stafgöngukynningu og svo verða 3,5 og 10 kílómetra hlaup ræst klukkan 10.50 og 11.00. Allir sem ljúka hlaupi fá verðlaunapening en veitt verða verðlaun þeim karli og konu sem koma fyrst í mark í 5 og 10 kílómetra hlaupi. Þátttakendum verður boðið frítt í sund í Sundlaug Kópavogs eftir hlaupin.

Fréttablaðið 28.09.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-