-Auglýsing-

Hár blóðþrýstingur

Háþrýstingur er talinn til staðar þegar efri mörk eru hærri en 140 mmHg og/eða neðri mörk hærri en 90 mmHg.

Í hvert skipti sem hjartavöðvinn dregst saman dælir hann blóði út í slagæðarnar sem flytja súrefnisríkt blóð til vefja líkamans.

Blóðþrýstingurinn er mælikvarði á þrýstinginn í slagæðunum, þessu má í raun líkja við þrýsting vatns í garðslöngu.

-Auglýsing-

Hár blóðþrýstingur, svokallaður háþrýstingur, er talinn til staðar þegar þrýstingurinn í slagæðunum fer yfir ákveðin viðmiðunarmörk.

Blóðþrýstingur er skráður sem tvær tölur, t.d. 125/80 mmHg (millimetrar kvikasilfurs; mælikvarði á þrýsting). Hærri talan lýsir þrýstingnum þegar hann er hæstur en það er þegar hjartavöðvinn dregst saman og blóðið þrýstist út í slagaæðarnar. Lægri talan lýsir þrýstingnum á milli slaga, þá er hjartað ekki að dæla, heldur að fyllast af blóði fyrir næsta slag.

- Auglýsing-

Hvað er háþrýstingur?

Háþrýstingur er talinn til staðar þegar efri mörk eru hærri en 140 mmHg og/eða neðri mörk hærri en 90 mmHg.

Hafa ber í huga að blóðþrýstingur sveiflast oft mikið frá einum tíma til annars. Því þarf yfirleitt endurteknar mælingar til að átta sig á því hvort háþrýstingur er til staðar eða ekki.

Háþrýstingur veldur oft engum óþægindum. Þú getur því verið með háþrýsting án þess að hafa hugmynd um það. Því er mikilvægt að láta mæla blóðþrýsting reglulega, helst einu sinni á ári.

Háþrýstingur er óæskilegt ástand því því hann eykur hættuna á heilablóðföllum, kransæðastíflu, hjartabilun og nýrnabilun.

Hvað veldur háþrýstingi?

Þrátt fyrir margra ára rannsóknir hefur ekki fundist einhlít skýring á því hvað veldur háþrýstingi. Í stöku tilvikum finnst undirliggjandi orsök eins og þrengsli í nýrnaslagæð, ofvirkni í nýrnahettum eða skjaldkirtli. Mun algengara er þó að engin undirliggjandi orsök finnist. Þá er talað um frumkominn háþrýsting (essential hypertension). Þekkt er að erfðir gegna mikilvægu hlutverki. Líkurnar á að þú fáir háþýsting eru meiri ef þá átt náinn ættingja sem hefur haft háan blóðþrýsting.

Greining háþrýstings

Þótt blóðþrýstingsmælingar séu ekki flóknar í framkvæmd er greining háþrýstings oft á tíðum ekki auðveld. Hjá sumum hækkar blóðþrýstingurinn við að hitta lækni eða annað heilbigðisstarfsfólk, stundum kallað “white coat hypertension”. Vitneskjan um að mæla eigi blóðþrýstings er oft nægjanleg til að hann hækki. Nauðsynlegt er að gera endurteknar mælingar til þess að greina háþrýsting og ekki er forsvaranlegt að hefja lyfjameðferð nema háþrýstingur hafi verið vel staðfestur. Mjög gagnlegt er mæla sig sjálf/sálfur heima fyrir. Mikilvægt er að skrá allar mælingar. Oft eru sólarhringsmælingar á blóðþrýstingi mjög gagnlegar til greiningar. Sérstakan búnað þarf til slíkra mælinga. Dragðu ekki að leita læknis ef grunur leikur á háþrýstingi.

Hvað er til ráða?

Eftirtaldir þættir auka líkur á háþrýstingi: Ofþyngd og offita, kyrrseta, ofneysla áfengis, óhófleg neysla á fituríkri eða saltríkri fæðu og reykingar. Meðganga og notkun getaðarvarnarpillu hjá konum eykur hættuna á háþrýstingi.

Viljirðu draga úr líkum á háþrýstingi skaltu reyna að halda þyngdinni nálægt kjörþyngd, ekki neyta mikillar fitu né saltríkrar fæðu, forðast lakkrís, hreyfa þig reglulega, ekki reykja og neyta áfengis í hófi.

DASH Mataræðið

Rannsóknir hafa sýnt nokkuð óyggjandi að DASH (Dietary Approach to Stop Hypertension) mataræðið lækkar blóðþrýsting auk þess sem það hefur mörg önnur jákvæð áhrif á heilsufar. DASH rannsóknin var birt árið 1997 og vakti þá þegar mikla athygli. Rannsóknin bendir til þess að þetta mataræði lækki blóðrýsting hjá einstaklingum með háþrýsting og hjá þeim sem hafa blóðþrýsting í hærri kanti. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að DASH mataræðið hefur góð áhrif á offitu og er líklegt til þess að draga úr tíðni sykursýki, hjarta-og æðasjúkdóma, sumra krabbameina og myndun nýrnasteina.

DASH mataræðið leggur áherslu á ríkulega neyslu á ávöxtum og grænmeti, heilkornavörum, mjólkurvörum með lágt fituinnihald, fiski, kjúklingi, kalkún og fæðu sem inniheldur ríkulegt magn af magnesium, kalki og kalíum. Draga á úr neyslu á fitu, sérstaklega mettaðrai fitu, kólesteróli, rauðu kjöti og sætindum.

- Auglýsing -

Lyfjameðferð

Í mörgum tilvikum duga breytingar á lífsstíl ekki til þess að lækka blóðþrýsting. Þá er æskilegt að grípa tll lyfjameðferðar. Í dag er til fjöldi lyfja sem lækka blóðþrýsting. Helstu lyfjaflokkar sem notaðir eru við slíka meðferð eru svokölluð tíazíðlyf, ACE – hemlar, calcium blokkar, ARB-lyf og beta blokkar. Oft þarf að nota fleiri en eitt lyf saman. Fjöldi rannssókna hefur sýnt að meðferð með þessum lyfjum lækkar blóðþrýsting og dregur úr hinum alvarlegu fylgikvillum háþrýstingsins. Lyfjameðerð háþrýstings dregur því úr líkunum á því áð háþrýstingurinn leiði til heilablóðfalls, kransæðastíflu, hjartabilunar eða nýrnabilunar.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Axel F. Sigurðsson
Axel F. Sigurðsson
Axel er sérfræðingur í lyflækningum og hjartalækningum. Embættspróf frá Læknadeild Háskóla Íslands 1984. Sérfræðinám við Sahlgrenska/Östra háskólasjúkrahúsið í Gautaborg 1988-1995 og við Royal Jubilee Hospital í Victoria BC í Kanada 1995-1996. Doktorspróf frá Gautaborgarháskóla 1993. Sérfræðingur í hjartalækningum við Landspítala Háskólasjúkrahús frá 1996 með megináherslu á kransæðasjúkdóma, kransæðaþræðingar, kransæðavikkanir og hjartabilun. Axel hefur starfað sem hjartalæknir á Hjartamiðstöðinni Holtasmára 1. frá 2008.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-