Sjónvarpsáhorfendum í Hollandi brá í brún í gær þegar frumsýna átti umdeildan þátt þar sem keppt var um nýru úr dauðvona konu. Það kom í ljós að þetta hafði allt verið sett á svið til að auka umræðu um líffæragjafir í landinu.
Runólfur Pálsson, yfirlæknir á Landsspítalanum, segir nauðsynlegt að auka umræðuna hér á landi. Hann segir að þegar íslenskir læknar leitast við að fá samþykki ættingja fyrir líffæragjöf er því neitað í um 40% tilvika eða helmingi oftar en til að mynda á Spáni. Runólfur Pálsson segir ástæðuna einkum vera skort á fræðslu um líffæragjafir í íslensku samfélagi.
-Auglýsing-
www.ruv.is 02.05.2007
-Auglýsing-