-Auglýsing-

Feitum hættari við sjúkdómum

Það er hættulegt að vera of feitur. Þetta sýnir ný viðamikil rannsókn sem gerð hefur verið í Uppsölum í Svíþjóð. Hættan á hjartaslagi, og öðrum alvarlegum áföllum er helmingi meiri hjá feitum en öðrum.

Rannsókn vísindamanna við Stofnun um almannaheilsu við háskólann í Uppsölum náði til 1800 manna og stóð í 30 ár. Niðurstaðan er sú að öllum þeim sem eru yfir kjörþyngd, of þungum og of feitum er ráðlagt að grennast og  léttast.

-Auglýsing-

Fram kom að það er hættulegt að að vera of þungur og feitur jafnvel þó rannsóknir sýni ekki of mikla fitu í blóði, of háan blóðþrýsting eða of mikinn sykur í blóði.

Dagblaðið Upsala Nya Tidning greinir frá megin niðurstöðum rannsóknarinnar þar sem fram kemur að hættan á hjartaáfalli, er helmingi meiri og hætta á  heilablóðfalli og hjartastoppi er einnig  helmingi meiri hjá feitum en þeim sem eru í kjörþyngd.

- Auglýsing-

Í Bretlandi hafa stjórnvöld gripið til aðgerða til að auka almannaheilsu með því að draga úr offitu, m.a með því að banna skyndibita ruslfæðu í mötuneytum skóla. 

BBC greinir frá því í dag heilstutjón af völdum óhollustu eins og offitu fari vaxandi. Þannig séu nú tvær milljónir og 350 þúsund íbúar á Bretlandi með áunna sykursýki, sykursýki tvö, sem tengd er offitu. Þetta fólk sé í meiri hættu en aðrir að fá hjartaslag og blóðtappa og skurðgerðum þar sem nema þurfi burt hluta af fótum fólks vegna sykursýki hafi fjölgað um 43% á tíu árum.

www.ruv.is 29.12.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-