-Auglýsing-

Færri hjartaáföll í Skotlandi í kjölfar reykingabanns

Innlögnum á skosk sjúkrahús vegna hjartaáfalla hefur fækkað um 17% síðan reykingar voru bannaðar á almenningsstöðum í Skotlandi í mars á síðasta ári. Heilbrigðisyfirvöld í Skotlandi segja þetta sönnun á því að lögin hafi orðið til að bæta heilsu fólks, en hjartaáföllum hafði fækkað um 3% á tíu árum áður en lögin voru sett.

Síðustu tíu mánuðina áður en bannið tók gildi voru 3.235 lagðir inn með hjartaáfall á níu sjúkrahús sem fylgst var með. Fyrstu tíu mánuðina eftir að bannið tók gildi voru 2.684 lagðir inn með hjartaáfall.

-Auglýsing-

Peter Donnelly, aðstoðarlandlæknir Skotlands, segir að tölurnar síni að heilsa allra í Skotlandi, reykingamanna og reyklausra hafi batnað við það að lögin voru sett. Hann segist þess fullviss að reykingabannið sé stór þáttur í þessum tölum og að á næstu árum muni frekari jákvæð áhrif vegna bannsins koma í ljós.

Skotland var fyrsta landið á Bretlandseyjum sem innleiddi reykingalög, en svipuð lög tóku gildi í Wales, á N-Írlandi og á Englandi á þessu ári. Í október verður aldurstakmark til að kaupa tóbak hækkað úr sextán árum í átján í Skotlandi, svo fremi sem það fær samþykki í þinginu.

- Auglýsing-

www.mbl.is 10.09.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-