-Auglýsing-

Erfiðara að halda uppi öryggisstigi

Forstjóri Landspítalans segir að erfiðara verði með hverju ári að halda uppi öryggisstigi á spítalanum miðað við núverandi fjárframlög. Ekki er gert ráð fyrir að ríkið geri breytingar á framlögum sínum til spítalans eða annarra heilbrigðisstofnana á næsta ári.

Fyrsta mál á dagskrá Alþingis að loknu sumarleyfi verður fjárlög næsta árs. Vinna við fjárlagagerðina er því í fullum gangi.

-Auglýsing-

Eins prósents niðurskurður
Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra, hefur sagt að gerð verði krafa um eins prósents niðurskurð í ríkisrekstrinum. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að í heilbrigðisráðuneytinu sé gert ráð fyrir að fjárframlög til heilbrigðisstofnana verði óbreytt milli ára. Slíkt myndi þýða að til dæmis Landspítalinn slyppi við 350 milljóna króna sparnaðarkröfu.

Meira að gera
Hugmyndirnar hafa ekki verið bornar undir stjórnendur heilbrigðisstofnana – þar á meðal Björn Zoëga, forstjóra Landspítalans. Hann segir hinsvegar þetta almennt um rekstur spítalans miðað við þau fjárframlög sem hann hefur úr að moða í dag. 
„Það er meira að gera á spítalanum en var áður en þessi niðurskurður byrjaði. En við höfum einnig sagt frá því en það er auðvitað mikið um að fólk sé orðið þreytt og það verður erfiðara með hverju árinu sem líður að halda uppi þessu öryggisstigi með þetta lítið af fjármunum að spila úr,” segir Björn Zoega. 

- Auglýsing-

Öryggið í forgangi
Nokkrar umræður hafa skapast um öryggi sjúklinga eftir að taka þurfti fót af eldri manni sem hafði gengið á milli lækna í tvö ár án þess að fá bót meina sinna. Að lokum kom í ljós að maðurinn var með krabbamein í fætinum – og í kjölfar þess var fóturinn tekinn af. Hluti af meðferð mannsins fór fram á Landspítalanum.

Björn segir að hvorki hann né aðrir starfsmenn spítalans geti tjáð sig um málefni einstakra sjúklinga. „Okkar forgangsverkefni er að reyna að tryggja öryggi sjúklinga og við höfum ekki neinar tölur um annað en að það hafi gengið nokkuð vel. Við munum ekki skoða þetta einstaka mál neitt sérstaklega, en ef eins og fréttir hafa bent til, að Landlæknir ætli að skoða þetta, þá mun hann auðvitað eins og alltaf fá allar þær upplýsingar sem beðið er um í einstökum málum.”

www.ruv.is 09.07.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-