-Auglýsing-

Muamba hættur í fótbolta

Fabrice Muamba, miðjumaður Bolton, er hættur knattspyrnuiðkun aðeins 24 ára gamall. Muamba fékk hjartaáfall í bikarleik gegn Tottenham í mars og hefur ákveðið að hætta samkvæmt læknisráði.

„Þó að þetta sé hrikalega erfið ákvörðun þá hef ég margt sem ég get verið þakklátur fyrir. Ég þakka Guði fyrir að vera á lífi og ég vil enn á ný þakka læknaliðinu sem bjargaði lífi mínu,“ sagði Muamba. Hjarta hans hætti að slá í 78 mínútur og nánast kraftaverk að hann skuli hafa lifað af.

-Auglýsing-

„Frá því að ég fékk hjartaáfallið og var svo útskrifaður af spítalanum hef ég verið mjög vongóður og bjartsýnn á að ég gæti einn daginn spilaði fyrir Bolton aftur. Hluti af því að jafna mig var að fara til Belgíu í síðustu viku til að fá frekari ráðgjöf frá hjartasérfræðingi. Fréttirnar sem ég fékk voru augljóslega ekki þær sem ég hafði vonast eftir og vegna þeirra hef ég nú ákveðið að hætta sem atvinnufótboltamaður,“ sagði Muamba ennfremur.

www.mbl.is 15.08.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-