-Auglýsing-

Erfðabreytt svínshjarta grætt í dauðvona mann

Á ruv.is er sagt frá því að Bandaríkjamaður á sextugsaldri varð fyrir helgi fyrsti líffæraþeginn til að fá grætt í sig hjarta úr erfðabreyttu svíni.

Starfsfólk Háskólasjúkrahússins í Maryland græddu erfðarbreytt svínshjarta í 57 ára gamlan mann á dögunum.

Þremur dögum eftir aðgerðina vegnar honum vel að sögn lækna við sjúkrahús Maryland-háskóla í Bandaríkjunum í dag. Of snemmt er að segja til um hvort aðgerðin hafi heppnast vel að þeirra sögn.

-Auglýsing-

Sjúklingurinn vissi vel af áhættunni sem fylgdi tilraun læknanna. Hann var við dauðans dyr, gat ekki þegið hjarta úr manni og átti í raun ekki annarra kosta völ, hefur Guardian eftir syni hans. Í yfirlýsingu frá háskólasjúkrahúsinu í Maryland er haft eftir manninum, David Bennett, að annað hvort myndi hann deyja eða fá þetta hjarta grætt í sig. Hann viti að þetta sé áhættusamt en hann vilji lifa og því reiðubúinn að taka áhættuna. 

Vísindamenn hafa stefnt að því í marga áratugi að geta notað líffæri úr öðrum dýrum til að bjarga lífi manna. Fyrri tilraunir hafa allar misheppnast þar sem líkaminn hefur hafnað þeim. Munurinn á fyrri tilvikum og tilviki Bennetts er að hjartað var úr svíni sem búið var að erfðabreyta. Sykrur sem eru ástæða þess að manneskjur hafna líffærum úr dýrum voru fjarlægðar úr erfðaefni svínsins. Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið veitti aðgerðinni neyðarleyfi á grundvelli svokallaðrar samúðarreglu. Hana má nota þegar manneskja í lífshættu á engra annarra kosta völ.

- Auglýsing-

Verulegur skortur er á líffæragjöfum í Bandaríkjunum. Skorturinn hefur leitt vísindamenn í átt að tilraunum með líffæri annarra dýra. Rúmlega 3.800 Bandaríkjamenn fengu nýtt hjarta í fyrra. Muhammad Mohiuddin, yfirmaður vísindadeildar Marylandháskóla sem sér um tilraunir á líffæragjöfum úr dýrum í menn, segir það tryggja takmarkalaust framboð af líffærum fyrir þurfandi sjúklinga ef þessar tilraunir heppnast.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-