-Auglýsing-

Enn um biðlista

Morgunblaðsmenn fylgja í dag eftir umfjöllun sinni um biðlista í heilbrigðiskerfinu sem birtist í blaðinu fyrir stuttu síðan. Þeim hefur greinilega eins og mér fundist dálítið skrýtið hvernig þessir biðlistar eru settir upp.
Það er merkilegt að biðlisti í hjartaþræðingu byrji ekki að telja fyrr en viðkomandi sé búinn að bíða í þrjá mánuði.  Eins og mér var bent á fyrir stuttu síðan þá er það nú bara því miður þannig að ekki bera allir gæfu til að bíða svo lengi eftir hjartaþræðingu. Í því ljósi er undarlegt að mínu mati að skilgreina alla biðlista eins.  Alvarleiki biðlistanna er mismikill og því ætti að hafa slíkt í huga. 

Morgunblaðið leitaði til Landlæknis vegna þessa og í viðtali í dag segir Landlæknir meðal annars.

-Auglýsing-

„Við innköllun á biðlistum er óskað eftir fjölda einstaklinga sem eru skráðir á bið eftir tilteknum aðgerðum og einnig hversu margir sjúklingar hafi beðið lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð frá því að beiðni barst sjúkrastofnun. Hafi biðtími varað lengur en þrjá mánuði er talað um biðlista í þessum skilningi, en talið að styttri biðtími endurspegli í raun fremur vinnulista sjúkrastofnana, þar sem gera verður ráð fyrir því að bæði sjúklingar og sjúkrastofnanir þurfi undirbúningstíma vegna aðgerðar.

Fólk er sett á biðlista samkvæmt málvenju þegar aðgerð er ekki gerð umsvifalaust, en við teljum að um sé að ræða vinnulista þegar biðin er styttri en þrír mánuðir,“ segir Matthías Halldórsson landlæknir. Hann segir ennfremur að þetta sé í samræmi við venjur sem tíðkist í öðrum löndum og sé því hægt að nota til samanburðar við þau til að fylgjast með þróun yfir tímabil.
Matthías bendir á að biðlistar séu að sjálfsögðu misjafnlega alvarlegir. Þannig þoli flestir ágætlega að bíða í þrjá mánuði eftir hálskirtlatöku eða að fjarlægja ský á auga. Hins vegar þoli fólk síður slíka bið eftir hjartaþræðingu, svo dæmi sé tekið.
„Hér áður fyrr mældum við einungis breytingar á fjölda einstaklinga sem biðu eftir aðgerð, en það segir sjúklingi auðvitað meira hversu lengi viðkomandi þarf að bíða.“

- Auglýsing-

Í lok febrúar biðu 150 manns eftir hjartaþræðingu, þar af höfðu 43 beðið lengur en þrjá mánuði.

Umfjöllunina um biðlista má sjá í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-