-Auglýsing-

Eilífðarverkefni að bæta þjónustuna

“ÞAÐ var svolítil upplifun að verða vitni að þessu,” segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra um opna hjartaaðgerð sem hann fylgdist með á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í fyrradag. “Ekki það að ég hafi verið óöruggur með íslenska heilbrigðisþjónustu en að sjá þetta með eigin augum gerir það að verkum að maður fyllist enn meiri öryggistilfinningu þegar um svona flókna hluti er að ræða. Þarna er augljóslega mjög hæft fólk á ferðinni sem kann sitt fag.”
Guðlaugur Þór Þórðarson fór í kynnisferð á deildir Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi, á Grensási og við Hringbraut. Hann segir að heimsóknin hafi verið mjög ánægjuleg og gaman hafi verið að hitta starfsfólk og sjúklinga. 

Heilbrigðisráðherra segir að þegar komi að þjónustu sé það eilífðarverkefni að bæta hana og sjá til þess að framboðið mæti eftirspurninni. Verið sé að skoða heilbrigðismálin heildstætt í þeim tilgangi að sjá hvernig best verði að málum staðið. Mikil eftirspurn sé eftir heilbrigðisþjónustu, hún muni aukast og sé í raun endalaus. “Sem betur fer höfum við náð mjög góðum árangri á mörgum sviðum en við eigum alltaf að setja markið hærra,” segir Guðlaugur Þór Þórðarson. “Við höfum sett okkur það markmið að vera með heilbrigðisþjónustu eins og hún gerist best í heiminum og það er raunhæft markmið en einstaka hluti verður að skoða í stærra samhengi.”

-Auglýsing-

Mörg tækifæri
Guðlaugur Þór Þórðarson bendir á að meðal annars vegna tækniframfara og framfara í lyfjum verði úrræði stöðugt fjölbreyttari og miklu máli skipti að fá sem mest fyrir þá fjármuni sem lagðir séu í málaflokkinn. Hafa beri í huga að LSH sé ekki aðeins spítali, heldur líka háskólastofnun sem að stórum hluta sé ábyrg fyrir því að mennta fólk til að sinna þessari þjónustu í landinu í framtíðinni. Auk þess hafi hún merkilegu rannsóknarhlutverki að gegna og mörg tækifæri séu fyrir Íslendinga á sviði rannsókna.

Eftir Steinþór Guðbjartsson

- Auglýsing-

steinthor@mbl.is

Morgunblaðið 01.08.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-